Framsóknareðlið

  Þá er komið í ljós það sem margir höfðu spáð, en það er, að afar háskalegt yrði að mynda stjórn sem ætti allt sitt undir því hvernig stæði uppí bólið hjá Framsóknarflokknum. Ekki má gleyma því, þó að þau vilji að þjóðin gleymi því sem fyrst að Framsókn ber engu minni ábyrgð á stöðu efnahagsmálanna en Sjálfstæðisflokkurinn. Helmingaskiptaflokkarnir voru saman við völd á annan áratug og ætluðu sér að fara saman ef nokkur leið yrði eftir síðustu kosningar. Að það var ekki gert er einungis því að þakka hve tæpur meirihlutinn var sem út úr kosningunum kom og ekki nóg með það a.m.k. tveir þingmenn, ef ekki fleiri þóttu ekki það traustir að vert væri að reyna stjórnarmyndun á þeim grunni.

  Þetta vita allir sem vilja vita og einnig hitt að Framsókn er ekki treystandi á þann hátt sem gert var við myndun minnihlutastjórnarinnar, þeirrar er nú situr. Ekki hefur a.m.k. komið fram hvaða snuð hafi verið sett uppí Maddömuna til að hafa hana góða.

  Þó hægt hafi verið að fara umhverfis Jörðina á áttatíu dögum í ævintýrinu góða, þá er það jafnvíst að ekki er hægt að treysta Framsókn í jafn langan tíma til góðra verka, einkum er ástæða til að efast um að þau hafi hinn minnsta áhuga á að taka til í Seðlabankanum, af augljósum ástæðum sem blasa við og hefur verið drepið á í fréttum.


mbl.is Enginn klofningur framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband