Í mörg horn að líta

Zelensky ,,vinur" okkar Íslendinga segir eitt og annað í viðtali við CNN.COM.

Skjámynd 2024-02-27 063800Það fyrsta er, að hann segir Trump ekki skilja Putin, vegna þess að hann hafi aldrei tekist á við hann.

Þarna skýst glöggum, því það er einmitt það sem Trump gerði á sínum tíma og báðir komu sælir og glaðir af þeim fundi!

Þá heldur hann því fram að Trump sé á móti Bandaríkjamönnum ef hann styðji ekki Úkraínu, sem eins og flestir munu vita, er kunnugleg Skjámynd 2024-02-27 063715og barnaleg einföldun sem stundum er sett fram í deilum milli t.d. barna: Ef þú ert ekki með mér, ertu á móti mér!

Trump hefur víst ekki viljað gefa það upp hvort hann vilji að Rússar eða Úkraínar vinni stríðið, sem gæti einfaldlega stafað af því að ólíklegt er, að Rússar tapi stríðinu.

Nema þá á þann hátt, að allir tapa í stríði og til þess hefðu menn átt að hugsa áður en Skjámynd 2024-02-27 063745efnt var til þess.

Gildir það ekki síst um Úkraína sem ekki gátu eða vildu, haft stjórn á því liði sem herjaði á Donbas frá Úkraínu.

Svo er að skilja á Zelensky, að til að kynnast mönnum, þurfi að takast á við þá.

Vel getur eitthvað verið til í því, en þó segir það ekki alla söguna, a.m.k. telur sá sem þetta ritar sig þekkja nokkuð marga án þess að hafa tekið við þá glímu af nokkru tagi!

Fram kemur að Zelensky heldur því fram að mannfall Úkraínu sé meira en helmingi minna en það sem Bandarísk yfirvöld telja það vera.

Engin leið er að sannreyna þessar fullyrðingar Zelenskys frekar en svo margar sem hann hefur sett fram en hitt er vist:

Að mannfallið og eyðileggingarnar eru hörmulegar og hefðu aldrei þurft að verða ef menn hefðu rætt sig til niðurstöðu um deilur sínar eins og menn.

Til þess að það hefði getað orðið, hefði þurft að horfast í augu við fyrirliggjandi staðreyndir og síðan, að vinna að lausnum út frá því sem þar kæmi fram.

Það var því miður ekki gert, skaðinn er því orðinn og þá verða menn að horfast í augu við það eins og það er og vinna út frá því. Nema að ætlunin sé að hjakka í stríðsfarinu út í það óendanlega, sem varla er hægt að ætla nokkrum manni að vilja.

Sagan sýnir að það er auðveldara að hefja styrjaldir en að ljúka þeim og því er best að reyna allar aðrar leiðir áður en farið er út í styrjaldarrekstur, en sagan sýnir líka, að þeir eru til sem vilja sífellt vera að stríða og þarf ekki að fara langt til að finna dæmi um það og undirritaður treystir sér ekki til að telja upp með neinni vissu hve oft og víða vinir vorir og verndarar hafa herjað á lönd og þjóðir.

Og eitt sinn vorum við í hópi hinna viljugu!

Sé það ætlunin að herja þar til yfir lýkur, þá er fokið í flest skjól fyrir alla sem vilja að ófriðnum ljúki.

Það er dapurleg framtíðarsýn, en viðtalið við Zelensky er hægt að lesa, hafi menn áhuga á, með því nota sér tengilinn sem er hér í byrjun textans.

(Myndirnar af körlunum þremur eru fengnar af vef CNN)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband