Veðjað á rangan hest?

Það sem Putin og ríkisstjórn Rússlands lagði fram, sýnir að Úkraínu stóð til boða að vera hlutlaust ríki

Skjámynd 2024-03-04 064531The Wall Street Journal rifjar upp tillögur Rússa að friði í Úkraínu sem lagðar voru fram af hálfu ríkisstjórnar Rússlands árið 2022.

Tillögunum var hafnað og kosið að fara þess í stað í stríð, sem enn stendur eins og flestum er kunnugt.

Í tillögunum – sem aldrei voru ræddar – kom ýmislegt áhugavert fram fram, sem vert er að kynna sér.

Grein WSJ er nokkuð löng og verður ekki birt í heild sinni hér, en hana má nálgast á tenglinum hér að ofan.

Eftir stendur spurningin um, hvers vegna friðartillögurnar voru ekki ræddar og látið á það reyna hvort hugur fylgdi máli.

Auk þess má líka leiða hugann að því, hvort ekki hefur vantað eitthvað upp á friðarvilja vestan megin frá.

WSJ bendir á í upphafi greinar sinnar, í lauslegri þýðingu, að stríðið sé búið að standa í tvö ár og segir síðan:

,,Afstaða úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bandamanna þeirra hefur verið, að engar friðarviðræður komi til greina á meðan rússneskir hermenn eru í Úkraínu. Myndin sem oftast er dregin upp er, að markmið Rússa sé að taka yfir Úkraínu og ráðast síðan á önnur lönd í Evrópu. The Wall Street Journal hefur birt friðartillögurnar sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti setti fram árið 2022.“

Miðillinn virðist hafa tillögurnar undir höndum og geta vitnað í þær og gefur kost á að menn geti kynnt sér þær.

Myndir af hörmungunum sem gengið hafa yfir Úkraínu í kjölfar þess að upp úr sauð og að Rússar sáu sér ekki annan kost vænni, en að ráðast inn í landið, fylgja með í greininni en þær verða ekki birtar hér.

Við vitum að sannleikurinn er valkvæður þegar milliríkjadeilur eru annarsvegar og þær þarf svo sem ekki til, en ljóst má vera, að sú mynd sem dregin hefur verið upp, er ekki raunsönn, skýr, né heiðarlega sett fram.

Líkt og svo oft, eru a.m.k. tvær hliðar á málum þegar deilt er og það er alls ekki víst að sú hlið sem okkur er sýnd sé rétt.

Að því gefnu að WSJ fari rétt með, þá hafa leiðtogar vesturlanda með Bandaríkin fremst í flokki, tekið þann kost að snúa röngunni út og veðja síðan á rangan hest, ef svo má segja.

Fyrir þetta líður heimsbyggðin í dag og við bætist ófriðurinn og hörmungarnar í Miðausturlöndum, sem engan endi virðist hægt að sjá á.

Þeir sem vilja kafa dýpra geta einnig kynnt sér þetta sem er frá sama miðli:

Missti Úkraína af möguleika sem var til að gera samninga við Rússa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband