Framsókn: Pínu ólétt

 

  Það mun hafa komið til fyrir nokkuð löngu síðan að stúlka, í vandræðum sínum hélt því fram að hún væri „pínulítið ólétt”. Ekki er laust við að þau sem risið hafa til áhrifa í Framsóknarflokknum að undanförnu geti talist vera sama sinnis, þ.e. að flokkurinn sé pínulítið óléttur. Það má eflaust til sanns vegar færa, hvað það varðar, að ábyrgð þeirra á núverandi ríkisstjórn er bara að hluta til, en ef litið er til næstliðinna ára þá verður að telja að framsóknarmaddaman sé ekki pínulítið ólétt heldur hreinlega háólétt, langt gengin og ekki ljóst hvernig fer er hún verður léttari.

   Það er ef til vill hægt að dáðst að þeirri veruleikafirringu sem birtist í málflutningi hinna nýsköpuðu talsmanna sem flokkurinn hefur komið sér upp að undanförnu og skara þar ekki síst frammúr hinar nýútsprungnu valkyrjur sem geistust fram á völlinn eftir að þá Guðna og Bjarna Harðar þraut pólitíska örendið. Önnur saga er það að tungutak þeirra mun fara ofurlítið fyrir brjóstið á þeim sem ekki kunna við bölv og ragn úr ræðustóli alþingis.

  Ekki er hægt að horfa fram hjá því að Framsóknarflokkurinn var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum lengst af þann tíma sem það tók að byggja upp fjármálakerfið sem hrundi með svo miklum hvelli í haust er leið. Víst er og kannski eðlilegt að framsóknarmenn vilji gleyma því öllu saman, en ekki er eins víst að þjóðin geri þeim þann greiða, svo hart leikin sem hún er eftir stjórnsnilli þeirra.

  Fátt af því sem verst hefur komið við þjóðina á seinustu árum hefur Framsókn ekki átt þátt í að skapa, svo sem kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði, einkavinavæðingu bankanna, þar sem þess var vel gætt að þeir færu nú í „réttar” hendur og ekki má gleyma símasölunni og splundrun Rafmagnsveitna Ríkisins svo fátt eitt sé talið. Ekkert af þessu hefur gefist vel, svo ekki sé meira sagt og ekki er einu sinni þörf á að rekja það í smáatriðum  svo hörmuleg sem staðan er og öllum kunn.

  Óléttan fyrrnefnda hjá Framsókn er tvenns konar: Sú mikla bumba sem á hana er komin eftir frjálshyggjufrjóvgun Sjálfstæðisflokksins og  síðan hin pínulitla sem fylgir því að styðja minnihlutastjórnina sem nú situr. Sú stjórn er raunar ekki til langs tíma ætluð og eiginlega ekki annað en neyðarstjórn sem varð að mynda eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprakk á limminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ingimundur !

Og; sjáðu nú, nýjustu afurð spillingar Framsóknarmanna, í Reykvízku borginni. Stórveizlu; nafna míns Bergssonar, til handa þægra Framsóknar rakka, af landsbyggðinni, í Nóvember síðast liðnum, á Reykvízkra kostnað.

Get vart ímyndað mér; að mínum ágæta frænda, Guðjóni í Kolsholti sé skemmt, fremur en Vigfúsi bróður, og öðrum fylgjurum flokks fjanda þessa.

Hvernig; mun Jón Vilhjálmsson, sá mæti drengur, og spjallvinur þinn, sem gamall félagi minn, hjá KÁ, bregðast við þessum tíðindum ?

Með beztu kveðjum, austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Blessaður Óskar það hefur þótt góður siður að bjóða gestum í mat þegar þeir heimsækja mann. Ingimundur varðandi ábyrgð á frjálshyggjunni þá  hefur Framsóknarmenn tekið þá ákvörðun að setja þá af sem fyrir henni stóðu.

Vona ég að aðrir flokkar geri það einnig

En það er nú þannig með þennan EES samning að ríkið mátti ekki eiga bankana hver keypti þá?  Það voru þeir sem buðu hæst nema í Landsbankann þar var annað í stöðunni þá vildi ríkið fá Rússagull inn í landið. það má auðvita deila um það. Kvótakerfið er að mörgu leiti í góðu lagi það er spurningin um framsal á því sem er ekki í þeim farveigi sem menn vilja sjá, en ég kalla það sjálfskaparvíti ef einhver kaupir kvóta á verði sem ekki getur staðist að það borgi sig að veiða þann kvóta þar eiga markaðslögmálin að ráða, maður kaupir ekki kermellu á 50 kr til að selja á 10 kr. Ég held að bankarnir hafi verið að rugla þetta kerfi eins og önnur þegar keypt voru fyrirtæki og seld aftur allt eigið fé hirt úr þeim og þau seld í bullandi skuld þannig fyrirtæki eru nú öll á hausnum. Þegar skinsemin er farin þá er allt vit úr hlutunum, þá getum við farið til spákonu og verslað eftir hennar fyrirmælum , álíka gáfulegt.

En ef það hefur farið framhjá einhverjum þá voru þessir innlánsreikningar í Hollandi og Þýskalandi og meginuppistaða þeirra í Bretlandi tilkomnir eftir að Framsóknarflokkurinn fór úr ríkistjórn, Hollensku og Þýsku frá því í vor hefðu yfirvöld haft dug í sér til að stoppa þá þá væri skuldastaða þjóðarinnar allt nokkru betri en nú er. Þá lofar Björgvin viðskiptaráðherra í ágúst að ábyrgjast þessar innistæður allar sem er nátúrlega brjálæði og hann hafði ekkert vald til.

Framsóknar menn hjálpuðu til að koma þessari stjórn á vegna þess að ekkert gerðist hjá þeirri fyrri hún var óstarfhæf ég veit ekki hvort þið hefðuð frekar viljað hafa ráðherra frá framsóknar í stjórninni en það má alveg deila um það. Það skiptir framsókn ekki máli ef að verrið er að vinna í málunum þá er það það skiptir öllu máli. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 18.2.2009 kl. 09:31

3 identicon

Heilir og sælir; piltar !

Jón ! Ég; sem mitt fólk, yfirleitt, kappkostum, að taka vel á móti gestum, þegar þá ber að garði, sjálfsögð rammíslenzk og gamalgróin hefð.

En; háttalag nafna míns, Bergssonar, er með þeim hætti - hvar hann tók einungis á móti flokkssystkinum sínum, á sínum tíma, er með þeim hætti, að honum ber, að greiða borgarsjóði Reykjavíkur, kostnað allan, og segja síðan af sér, sínum embættum öllum.

Þá fyrst; ætti hann möguleika, til trúverðugrar endurkomu síðar, á þann vettvang, eða þá aðra, Jón minn.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sælir strákar!

Varðandi veisluhöld í Rvk., þá virðist svo sem að þetta sé dálítið sérkennilegt, en ekki þekki ég til siðareglna í Reykjavíkurkotinu við tjörnina. Af hverju var ekki haldið einfaldlega boð fyrir allra flokka fólk sem hafði verið á þessari ráðstefnu í stað þess að draga það svona í dilka. Fyrir nú utan hvað það hlýtur að vera skemmtilegra að saman komi hópur sem er með mismunandi sýn á hlutina.

Jón minn, ég skil vel að ekki sé gaman að vera frammari í dag og víst er hægt að taka ofan fyrir ykkur að hafa þó reynt að setja upp nýtt andlit, en það er innihaldið sem skiptir máli þarna sem annars staðar og það er bara þannig að ekki er hægt að ætlast til að maður kokgleypi hinn nýja front framsóknar, gömlu brýnin eru þarna innan búðar enn eftir því sem best er vitað. En, þín vegna og annarra góðra (framsóknar)manna skulum við vona hið besta. 

Bestu kveðjur, Ingim. 

Ingimundur Bergmann, 18.2.2009 kl. 21:15

5 identicon

Sælir strákar og pabbi minn til hamingju með þetta fína blogg

Ég verð að játa að ég hef svo sem ekki neinar harðar skoðanir á þessari blessuðu veislu framsóknarmann í rvk., ég geri ráð fyrir að hún hafi verið fámenn enda er þetta tegund í útrýmingarhættu.  Það er nú þannig að þegar tegundir/stofnar eru í útrýmingarhættu þá er reynt að gera eins vel við þá og hægt er. Þetta er jú gert til þess að þessi tegund/stofn deyji ekki út eins og við þekkjum alltof vel að gerist stundum og því held  ég að þessi veisla sé betri en hún var verri

 Knús til þín pabbi minn

PS:Svo er reyndar spurning hvort þetta sé tegund/stofn sem ætti að bjarga

Þórey

Þórey Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband