Skammsýni ráðherra veldur bændum vanda

Hann er sem vonlegt er þungur á brún, formaður Bændasamtakanna þegar hann horfir fram á afleiðingar samningsins við ESB um lækkun tolla á innflutningi kjöts, nema kindakjöts.

2021-01-30 (3)Við þessum samningi var núverandi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi landbúnaðarráðherra varaður, en hann kaus að hlusta ekki á varnaðarorðin.

Hann virtist trúa því að það væri þess virði fyrir íslenska þjóð (og íslenska bændastétt) að fórna hagsmunum valinna búgreina fyrir ímyndaða hagsmuni ríkisrekstrarins í sauðfjárrækt.

Honum var bent á að kjötmarkaðurinn væri að stórum hluta ein heild og að innflutningurinn myndi bitna á sauðfjárræktinni líka. Hann kaus að trúa því ekki og ekki er víst að hann trúi því enn.

Ástæða þess að afleiðingar samningsins komu ekki strax fram af fullum þunga fyrir nautgriparæktina, svínaræktina og alifuglaræktina, er ferðamannastraumurinn sem var, þar til COVIT-19 ástandið helltist yfir.

Vonir um vænan markað fyrir íslenskt kindakjöt í ESB löndum rættust ekki, en flest er þó hægt að selja ef verðið er nógu lágt og afkoma þeirra sem framleiða vöruna er tryggð með framlögum af almannafé.

En er það góð hagfræði að framleiða eitthvað með ærnum kostnaði og selja það síðan fyrir hvað sem er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband