Skipið sem ekki má rífa.

Saga þessa rússneska togara virðist seint ætla að taka enda.

Fyrir nokkrum vikum var hann að því kominn að sökkva í Hafnarfjarðarhöfn og eftir japl, jaml og fuður fékkst leyfi til að flytja hann til Njarðvíkur til niðurrifs.

Þegar svo er komið, stöðvar Umhverfisstofnun verkið en sem betur fer er búið að koma skipinu, samkvæmt því sem segir í fréttinni, á þurrt land, svo tryggt ætti að vera að það sökkvi ekki.

Eins og áður sagði stöðvaði Umhverfisstofnun verkið og byggir það á því að skipið sé of stórt!

Skipið er sem sagt of stórt til niðurrifs, samkvæmt einhverjum stafkrók og fyrst svo er, þá er nánast borðleggjandi að næstu fréttir sem af málinu berast munu verða þær að búið sé að friðlýsa flakið!

Og mun þá sannast að Umhverfisstofnun er ein hin þarfasta sem fyrirfinnst í skrifræðisbákninu sem okkur hefur tekist að koma upp!   


mbl.is Orlik bíður nú örlaga sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skipið var í Njarðvíkurhöfn þegar það var næstum sokkið og hefur verið þar í nokkur ár.  Ég bý á Ásbrú og hef séð það út um gluggann hjá mér allan tímann og var að vona að ég færi að fá annað útsýni.  Fyrst sá ég flakið við bryggju í Njarðvík en upp á síðkastið hef ég séð það í þessum "skurði" sem var útbúinn fyrir það við "Skipasmíðistöð Njarðvíkur"......

Jóhann Elíasson, 21.9.2019 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband