Eyðimerkurgangan

Eyðimerkurgangan.

Danir hafa um langan tíma flutt út afurðir af svínum, alifuglum og nautgripum. Hafa kosið til þess búfénað sem gefur af sér meira en það sem kostað er til þeirra.

Við flytjum nánast engar landbúnaðarafurðir, sem talandi er um, út til annarra landa nema kindakjöt og náttúrulega hross en það er allt annar kapítuli sem lítið er talað um vegna þess að það er gert á hefðbundnum viðskiptagrundvelli!

Svo er komið, að þær þjóðir sem næstar okkur eru hafa ekki áhuga á íslensku kindakjöti af einhverjum dularfullum ástæðum sem ekki er gott að segja til um hverjar eru.

Eins og allir vita, er íslenska kindakjötið besta kjöt í heimi, sem verður til við umhirðulaust rolluráf á landi sem er í gróðureyðingu. Þennan hæfileika íslenskra kinda til framleiðslu kjöts kunna Asíumenn vel að meta og munu vera áfjáðir í örreytisafurð af þessu tagi að sögn Icelandic Lamb.

Bandaríkjamenn sem höfðu keypt lítið eitt af lambakjöti um árabil tóku upp á því að kynna sér íslenska sauðfjárrækt og ákváðu að því loknu snarlega að hætta þeim viðskiptum.

Kjötið er samt eins og áður sagði, besta kjöt í heimi og jafnvel þó víðar væri leitað og nú má gera ráð fyrir að verið sé að leita vænlegra markaða í Afríku þó það fari hljótt.

Fer vel á því, því jarðefnafokið af hálendisbeitarhögum íslenskra kinda jafnast vel á við það sem er frá Sahara eyðimörkinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband