Keisarans skegg

Bjarni vildi fį afsökunarbeišni og fékk, en er ekki komiš aš žvķ aš hann hętti aš gaspra og snśi sér aš žvķ aš koma meš eitthvaš jįkvętt og uppbyggilegt inn ķ umręšuna. Žaš vill nś žannig til aš flokkur hans ber įsamt Framsókn stęrsta įbyrgš į hvernig komiš er žó žau vilji ekki horfast ķ augu viš žaš og einbeiti sér aš žvķ aš ręša um śtrįsarvķkinga, žeir hafi gert žetta allt saman og veriš nöšrurnar sem Sjįlfstęšisflokkurinn hafi ališ sér viš brjóst. Vel getur veriš aš mįlflutningur af žessu tagi falli ķ kramiš hjį hinum innvķgšu og innmśrušu og framfallandi fylgismönnum FLokksins, en ķ ašra  gengur žetta ekki og žaš er allt aš žvķ svķviršilegt aš stęrsti flokkur žjóšarinnar til margra įra hafi ekkert til mįlanna aš leggja viš žęr kringumstęšur sem nś eru uppi. Žaš eina sem žau hafa lagt inn ķ umręšuna ķ langan tķma er sparšatķningur, oršhengilshįttur og śtśrsnśningar, flokkurinn žeirra fór žó ķ innhverfa ķhugun og naflaskošun fyrir kosningar, sem aš vķsu féll ekki ķ kramiš hjį hinum mikla leištoga, en vegna žessa framtaks hefši veriš hęgt aš hugsa sér aš mįlflutningur žeirra į sumaržinginu yrši ķ meira jafnvęgi.

Bjarni lętur sem hann vilji ekki skrifa uppį Icesave samninginn sem vonlegt er, hver vill žaš svo sem? Lķklega hefši veriš klókt af Steingrķmi J. aš senda Bjarna ķ samningavišręšurnar, ekki sķst ef mišaš er viš hvern įrangur hann hafši er hann gekk til samninga viš samvisku sjįlfstęšismanna varšandi endurgreišslu į ofurstyrkjunum sem FLokkurinn fékk og sem mest voru ķ umręšunni fyrir kosningar. Ekkert vaxtavesen žar og veršbólgan étur upp lįniš sem žar aš auki er ķ ķsl. krónum og allir vita hve mikils virši hśn er einkum eftir hina einstöku efnahagsstjórn Sjįlfstęšisflokksins.

Komiš hefur fram hugmynd um aš setja fyrirvara viš samžykkt žingsins varšandi hina umdeildu įbyrgš og hlżtur žaš aš vera allrar skošunar vert og ef žingmenn geta hugsaš sér aš fara śr skotgröfunum og vinna fyrir žjóš sķna, eins og žeir eru reyndar kosnir til, žį ęttu žau sem į žingi sitja aš snśa sér aš žvķ aš leysa mįliš og hętta innantómu žrasi um keisarans skegg. Samžykkja svo ķ framhaldinu aš sękja umsvifalaust um ašild ESB og fara ķ sumarfrķ, sem aš žessu loknu vęri veršskuldaš og hvķla žjóšina į pólitķsku žrasi ķ nokkrar vikur.


mbl.is Fór fram į afsökunarbeišni
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband