Að handan

Ef rétt er munað þá eru að verða bráðum 10 ár síðan Samfylkingin komst að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir íslensku þjóðina að fylgja fordæmi flestallra þjóðanna í vestanverðri Evrópu og ganga inn í ESB. Flest allar stofnanir atvinnulífsins hafa komist að sömu niðurstöðu, nema að sjálfsögðu LÍÚ og Bændasamtökin sem eru á móti, það eru vitanlega sterk rök fyrir að ganga í ESB að þessi samtök skuli taka þá afstöðu í málinu.

Sama má segja um VG, þar ræður þöngulhugsunin ríkjum, en ólíkt þönglinum, sem hangir fastur á sínum stað hvað sem á dynur, þá eiga VG- ingar valkost og hafa flestir góðan möguleika til að hugleiða og hugsa um stöðu mála. Þrátt fyrir ýmis orð sem þeir hafa látið falla, Atli, Steingrímur og fl., þá hlýtur að mega gera ráð fyrir að þeir eigi sér þann tilgang í pólitík að vilja láta gott af sér leiða, en til þess að detta það í hug verður að rýna í gegnum þvergirðingsgrímuna sem þeir hafa að öllu jöfnu á sér.

Í Mogganum er grein eftir guðfræðing sem heldur því fram að krónan okkar sé bara ágæt, bráðlifandi og spræk, fréttir sem hún hefur eflaust fengið eftir faglegum leiðum, þar sem niðurstaða flestra er að hún sé dauð. Vitanlega er hún dauð og hefur alltaf verið, hvernig sem á það er litið, en nú er hún sem sagt endanlega ónýt og því þarf að gera eitthvað í málinu, annað en að neita að horfast í augu við raunveruleikann.


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ingimundur !

Þarna; fer hjá þér, sem mörgum annarra, hverjir renna blint í sjóinn, með málefni ýmis.

Krónan; mun eiga sér lengri lífdaga, sé hún sniðin, af raunverulegri stærð, okkar hagkerfis - og verði orpið, ofan af sóðaskap frjálshyggju Kapítalismans, sem flokks systkini þín, leitast  við, að endurnýja, og rækta hér áfram, með alls konar sóða braski - innlendra, sem erlendra aðila, Inginundur minn, eins,...... og þið virðist ekkert hafa lært, af hruni því, sem varð á ykkar vakt - meðfram Valhallar liðum, í fyrra haust.

Minni þig enn; á frekari tengingu, við Norðurhjara ríkin - í vestri sen austri.

Eigum enga samleið; með Fjórða ríki þýzku rummunganna, og þeirra nóta, ágæti drengur - svo ei velkist, í vafa nokkrum, þar um.

Með; hinum beztu kveðjum, austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband