Siðbótar-FLokkurinn

Sjónvarpið er búið að vera með tvo kjördæmafundi til sýningar að undandförnu. Fundurinn frá NV kjördæmi var frekar daufur, svo ekki sé meira sagt og fundurinn frá SV var lítið betri, en þó var hann að sumu leiti athyglisverður. Það kom t.d. í ljós að, líkt og að undanförnu hefur Framsókn ekki annað fram að færa en hókus pókus töfralausnir sem afar fáir geta reiknað með að séu annað en kosningaskrum af hinni alkunnu framsóknargerð.

Lönguskerjatuttuguprósentaframsóknarruglið er farið að hljóma dálítið afkáralega og lagast ekki við að Sif sé fengin til að túlka kenninguna og varla hægt að segja að hún hafi reynt það. Hins vegar var fróðlegt að sjá og heyra hve illa henni leist á að upplýsa um fjárframlög til flokksins á undanförnum árum.

Guðfríður Lilja reyndi sem hún gat að snúa sig út úr íhalds- afstöðu þeirra til ESB og í raun hélt hún öllu opnu varðandi aðildarumsókn, enda vafalaust of víðsýn til að sjá ekki hve nauðsynlegt það er að leggja í þá ferð.

Bjarni Benidiktsson er ekki öfundsverður í þessari kosningabaráttu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann þarf að tala þvert um hug sér er talið berst að ESB, enda maðurinn ekki haldinn þeirri heimóttarlegu þvermóðsku sem einkenndi meirihluta landsfundarfulltrúa FLokksins. Hann stendur þarna og getur ekki annað og til að bæta gráu ofan á svart þá dynja á FLokknum hneykslismálin hvert af öðru.

En sem betur fer er FLokkurinn sæmilega stöndugur og munar ekki um að snara út tugum milljóna í endurgreiðslur í siðbótarskyni!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ingimundur, sem þið önnur, hver geyma hans síðu, og brúka !

Ingimundur minn ! Bara; aðeins að minna þig á, að dekurrófur þínar, kratarnir, eru ásamt Kommúnistum (VG), komnir í fóstbræðralag, með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, með það að markmiði, að koma á hungri og vesöld hér, svo þessi samsteypa; AGS og vonarpeningar þínir, niður á Brussel völlum (ESB) hafi því hægari heimatök á, að sölsa allt undir sig, sem veigur kynni að vera í.

Þarf ég; að minna þig á, margfaldlega, að við getum bundist samtökum Norðurhjara þjóða, með : Kanada - Grænlandi - Færeyjum - Noregi og Rússlandi, til eflingar allrar - óháð nýlenduvelda bandalaginu ESB, með öllu.

Hví; hafa Norðmenn, slag í slag, hafnað aðild, að Stór- þýzka mynstrinu, suður þar ? Hví;hefir þeim farnast, svo vel, til þessa, burt séð, frá olíu- og gas lindunum ?

Getur verið, að meðal Íslendinga sé einhver,, inngróin tortímingarhyggja - meðvituð eða þá, ómeðvituð, hver sé valdandi hörmungum ýsmum, aldirnar í gegn ?

Svari þú nú; bóndi sæll - sem vélfræðingur góður, hafir þú tök á, að nokkru.

Með hinum beztu kveðjum; sem fyrr, úr Hveragerðis og Kotstrandarsóknum/

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband