Framtíðarsýn VG og Sjálfstæðismanna

Sjálfstæðismenn eru farnir að velta fyrir sér framtíðinni og er það vel. Nokkuð er það annað en hægt er að sjá út úr ályktunum VG og að því leiti er auðvelt að vera sammála Hjörleifi, það er fortíðarhyggjan sem þar ræður ríkjum, hundasúru og ullarlagðapólitík í ætt við Bjart í Sumarhúsum.

Bjartur kallinn tók þann kostinn er hann var kominn í þrot, að flytja sig úr einu kotbýlinu í annað. Taldi það vænlegra heldur en að lýta til annarra kosta. Svo er einnig með VG, þau vilja helst hökta í gamla krónufarinu, hvað sem tautar og raular, aldrei að gefast upp og helst halda sig við annars veldis framsóknarmennskuna sem lýst var svo snilldarlega í útvarpsviðtali fyrir nokkrum árum:

Framsóknarmaðurinn gengur ekki að því sem gefnu að ef hann sleppir kaffibollanum sem hann heldur á, þá detti hann og þó hann sjái bollann detta þá reiknar hann ekki með, að víst sé að það endurtaki sig í næsta sinn. Því reynir hann aftur og aftur, út í hið óendanlega.

Rétt er að Samfylkingin verður að gera þjóðinni skýra grein fyrir að ekki er hægt að reikna með að hún myndi stjórn með öflum sem haldin eru óyfirstíganlegri fortíðarhyggju. Þjóðin verður að gera það upp við sig hvort hún vill hökta í sama farinu, standa í stað um fyrirsjáanlega framtíð, eða sækja framá veginn.

Um það snýst valið í kosningunum sem fram fara eftir tæpa fimm vikur.


mbl.is Kollhnísafréttaskýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband