Tapað stríð?

Samkvæmt grein í New York Times er vopnabúnaður rússneska hersins í þvílíku óstandi og svo illa hannaður, að útilokað er að þeir geti sigrað stríðið við Úkraínu sem nýtur hinna vel smíðuðu bandarísku vopna!

Drónakaup frá Íran hafa gefist illa og svo er að skilja sem Íranar kunni ekki að smíða slík flygildi þegar betur er að gáð.

Til marks um hve ástandið er slæmt, þá eru Rússar að kaupa vopn frá Norður Kóreu, sem væntanlega virka álíka lítið og hin heimasmíðuðu sem ekki fá góðan vitnisburð í greininni.

Með hverju viðskiptin milli Norður Kóreu og Rússlands eru jöfnuð kemur ekki fram, en sagt er að kaupin á vopnadóti frá Norður Kóreu séu hugsuð til framtíðar. Sé svo, þá verður um áframhaldandi viðskipti að ræða og eins og við vitum þarf að borga fyrir það sem keypt er.

Áður hefur komið fram að Norðurkóreumenn hafa boðist til að senda her til Rússlands til að berja á Úkraínu. Ekki hefur frétts að það hafi verið þegið, en við munum að Kóreumenn vildu fá eitthvað fyrir greiðann.

Kremlverjar ættu að vera á verði og hugsa sinn gang séu þeir í þeirri stöðu að þurfa að eiga viðskipti við Norður Kóreu segir einhver Mason Clark hjá stofnun sem spekúlerar í styrjaldarrekstri og er óhætt að taka undir þau orð, þ.e.a.s. ef þau eru eitthvað meira en vangaveltur.

Þá segir að ,,Hvíta húsið" (sem samkvæmt þessu er farið að hugsa sjálfstætt og taka ákvarðanir!) sé farið að aflétta leynd upplýsinga sem það búi yfir um ræfildóm rússneska hersins.

Það mun m.a. lýsir sér í því að þeim gangi illa að ráða hermenn. Sem er samkvæmt því, eins og hver önnur atvinna sem menn ráða sig til í Rússlandi!

Ekki er samt allt ómögulegt austur þar að sögn greinarhöfundar.

Efnahagsþvinganirnar sem á landið hafa verið settar hafa mistekist.

Ríkissjóður Rússlands er fullur af peningum og fyrir bragðið eru bankarnir í standi, þar sem ríkissjóður hefur getað stutt við þá.

Refsiaðgerðir erlendra ríkja gegn rússneskum olígörkum hafa mistekist og Putin er traustur í sessi sem endranær.

Og lýkur hér stuðningi frá N.Y.T.

 

Varðandi mislukkaðar efnahagsaðgerðir gegn Rússlandi er því við að bæta, að þær hafa lukkast vel gegn borgurum landanna sem settu þær á Rússland.

Þar ríkir óðaverðbólga og óstöðugleiki, orkuskortur og heitavatnsskortur og almenn óánægja.

Hafi það verið ætlunin að valda eigin kjósendum sem mestu tjóni, þá hefur það tekist ágætlega.

Fyrir nú utan að gott er að menn sjái það svart á hvítu, að varlegt er að treysta alfarið á aðra í því sem snýr að því að halda almennum lífsgæðum á sæmilegum stað í samfélögunum, sem þeim er treyst til að stjórna.

Allir sjá núna hvílíkt óráð að var að loka kjarnorkuverunum í Þýskalandi svo dæmi sé tekið.

Hin hliðin á því máli er: að ef efnahagsþvinganirnar á Rússland hefðu ekki verið teknar upp, þá væri enginn orkuskortur né önnur vandræði sem af þvingununum leiddi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verð á orku er misjafnlega hátt í Evrópusambandsríkjunum, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.

Fuel prices in Europe in August 2022

Um 9,7 milljónir manna búa í Ungverjalandi.

6.9.2022 (í dag):

Residential solar tender brought forward for Hungarian families - The first round of the call was met with a record number of over 43 thousand applications



Undirritaður notar ekki meira gas og rafmagn en eðlilegt þykir í hundrað fermetra og fjögurra herberja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

Þar af leiðandi greiði ég einungis 2,800 forintur, nú jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna, á mánuði fyrir bæði gas og rafmagn.

Og orkureikningurinn mun ekkert hækka næsta árið.

Það eru nú öll ósköpin og þessi upphæð er heldur ekki há fyrir Ungverja.

6.9.2022 (í dag):

Closure of Last Two German Nuclear Power Plants Postponed

29.3.2022:

Bandaríkin auka sölu á gasi til Evrópusambandsríkjanna

Norðmenn selja raforku til Evrópusambandsríkjanna og græða á hærra orkuverði.

Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu í Evrópusambandsríkjunum, rétt eins og hér á Íslandi, og græða nú á tá og fingri með hækkandi orkuverði.

30.8.2022 (síðastliðinn þriðjudag):

Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins

Evrópusambandsríki hafa því skattlagt orkufyrirtæki sérstaklega vegna hækkunar orkuverðs, þannig að greiðendur orkureikninganna fá endurgreiddan stóran hluta af orkuverðinu.

Og það á einnig við um Bretland, þar sem Íhaldsflokkurinn er nú við stjórnvölinn.

4.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):

"Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir. Það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu vegna hækkandi orkuverðs."

Þýsk stjórnvöld kynntu 65 milljarða evra efnahagsáætlun í morgun

Noregur er á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Þýskaland og getur einnig lagt á sérstakan skatt á orkufyrirtæki til að endurgreiða raforkukaupendum stóran hluta af raforkuverðinu.

Verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi er hins vegar með því hæsta í heiminum, hvort sem þar er hægristjórn eða vinstristjórn, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins.

Og fiskverð í verslunum hér á Íslandi er mjög hátt, enda þótt við Íslendingar flytjum út gríðarlega mikið af fiski.

4.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):

"Norska orkufyrirtækið Equinor sér fram á methagnað á þriðja og fjórða ársfjórðungi í ljósi hækkandi orkuverðs. Hagnaðinum verður varið í skynsamlegar fjárfestingar.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Teodor Sveen-Nilsen, sérfræðingi fjárfestingabankans Sparebank1 Markets, að hagnaðurinn verði allt að 70 milljarðar dollara á seinni hluta ársins, jafnvirði um tíu þúsund milljarða íslenskra króna."

"Sveen-Nilsen segir Equinor geta nýtt hagnaðinn til að komast nær markmiðum sínum um að bæta 12-16 gígavöttum af endurnýtanlegum orkugjöfum við forðabúr sitt fyrir árið 2030."

Methagnaður orkufyrirtækis í Noregi vegna verðhækkana

Þorsteinn Briem, 6.9.2022 kl. 16:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"As of 2019, nuclear energy accounted for 26 percent of the electricity generated in the European Union, compared with 19 percent for natural gas, 17 percent for coal, 13 percent for wind, 12 percent for hydro, 5 percent for biofuels, and 4 percent for solar."

Vindorka, vatnsorka og sólarorka var því samtals 29% af raforkuframleiðslunni í Evrópusambandinu árið 2019 og vindorkan var þá orðin meiri en vatnsorkan.

"Renewable energy sources include wind power, solar power (thermal, photovoltaic and concentrated), hydro power, tidal power, geothermal energy, ambient heat captured by heat pumps, biofuels and the renewable part of waste."

File:Share of energy from renewable sources in gross electricity consumption, 2020 F2.png

4.6.2021:


"Hungary intends to expand its 2,000 MW Paks nuclear power plant with two units of 1,200 MW each. Two new units will replace all four currently in operation.

Paks nuclear power plant consists of four 500 MW units, which started operations from 2006 to 2009, and are expected to be shut down between 2032 and 2037.

The nuclear power plant now generates 50% of domestic power production, and has a share of one third of the electricity consumption in Hungary."

26.8.2022:

"The Hungarian National Atomic Energy Authority has granted an important milestone for the construction permit for the expansion of the Paks nuclear power plant, which means that the actual construction phase can begin and the new units can be operational by 2030."

Countries within Europe and the EU specifically that have operating or under construction nuclear power plants

Nuclear Power in the European Union - March 2022

Þorsteinn Briem, 6.9.2022 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband