Orku- og flugvallarmál

Aðsend grein og frétt í Morgunblaði dagsins 29/8/2022 vekja athygli.

2022-08-29 (2)Greinin er rituð af Magnúsi B. Jóhannessyni framkvæmdastjóra ,,Storm Orku" og fjallar um orkumál.

Magnús útskýrir ástæðuna fyrir háu orkuverði í Evrópu, sem er eins og flestir vita stafa af viðskiptaþvingunum sem settar voru á Rússland vegna stríðsins í Úkraínu.

Einhverjir munu hafa haldið því fram að ástæðan væri orkupakki og sæstrengur, sem er vitanlega algjör firra eins og Magnús sýnir fram á.

Hann kemur inn á erfiðleikana sem eru til staðar við að koma framkvæmdum af stað ef hugað er að orkuöflun og segir á einum stað í grein sinni:

,,Erfiðlega hef­ur þó gengið að koma græn­orku­verk­efn­um í gegn­um leyf­is­veit­inga­fer­il­inn á Íslandi, sem er veru­legt áhyggju­efni."

Magnús nefnir ekki þau öfl sem í veginum standa, en eins og kunnugt er, þá er flokkur núverandi forsætisráðherra þar framarlega og styðst við samtök eins og ,,Landvernd", sem berjast gegn flestu sem til framfara horfir í orkumálum, eins og a.m.k. sumir hafa tekið eftir.

Niðurlagskafli greinarinnar er eftirfarandi og ættu menn að hugleiða það sem þar kemur fram:

,,Þegar verð á hrá­efni, sem notað er til fram­leiðslu á vöru, hækk­ar um ríf­lega 1.000 pró­sent þá er ekki nema von að verð á vör­unni hækki til sam­ræm­is. Þetta er til­fellið þegar kem­ur að raf­orku og hús­hit­un­ar­kostnaði í Evr­ópu og Bretlandi þessa stund­ina. Þess­ar töl­ur sýna svart á hvítu að or­sök hás raf­orku­verðs í Evr­ópu og Bretlandi er hækk­un á verði á gasi sem notað er til hús­hit­un­ar og raf­orku­fram­leiðslu. Mik­ill mis­skiln­ing­ur er að halda að skýr­ing­una sé að finna í orkupakka EB eða af­leiðing­um af inn­leiðingu orkupakk­ans og að ástæða þess að raf­orku­verð hækki ekki á Íslandi líkt og í ná­granna­lönd­um okk­ar sé vegna þess að landið er ekki tengt öðrum mörkuðum með sæ­streng. Það er fjarri sanni. Aðalástæða þess að Íslend­ing­ar sjá ekki viðlíka hækk­an­ir hér er hátt hlut­fall grænn­ar raf­orku sem fram­leidd er án þess að nota þurfi gas til fram­leiðslunn­ar. Þriðji orkupakk­inn eða sæ­streng­ur er ekki or­sök­in."

Fréttin sem tekið var eftir er um flugvallarmál.

2022-08-29 (3)Umræða hefur vaknað upp varðandi þau mál vegna eldgossins á Reykjanesi. Þar er bent á þá augljósu staðreynd, að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók gæti verið álitlegur kostur sem varaflugvöllur, til að grípa til, ef svo færi að Keflavíkurflugvöllur lokaðist.

Flugvöllurinn er til staðar og tiltölulega lítið þarf að gera til að bæta hann og stækka þannig að hann geti gengt hlutverki sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll.

Að horfa til flugvallarins í Vatnsmýrinni í Reykjavík er augljós skammsýni.

Flugvöllur í miðborg höfuðstaðarins, sem rekur tilveru sína til þess að Bretar þurftu að koma upp flugvallaraðstöðu í seinni heimsstyrjöldinni getur ekki gengið upp.

Gera verður ráð fyrir að jafnvel Framsóknarmenn, fari að sjá til sólar í flugvallarmálunum og átta sig á því að lendingar og flugtök stórra farþegaflugvéla eiga ekki heima í miðborginni og þar að auki á einu besta byggingarlandi Reykjavíkurborgar.

Í þessum efnum þurfa menn að horfa opnum augum til þeirra kosta sem til eru og flugvöllurinn við Sauðárkrók er einn þeirra möguleika sem vert er að skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi eru varavellir fyrir Keflavíkurflugvöll en Reykjavíkurflugvöllur er sáralítið notaður sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug, enda er flugvöllurinn í þéttri byggð. Og rétt svo að þar sé pláss fyrir allar einkaþoturnar, nú um 200 á mánuði.

Á Vatnsmýrarsvæðinu er því lítið landrými fyrir stórar millilandaflugvélar og þeim yrði ekki lent þar allan sólarhringinn eins og á Keflavíkurflugvelli en þar lenda nú um 90 millilandaflugvélar á hverjum sólarhring.

Og rafmagnsflugvélar og ný flugstöð á Vatnsmýrarsvæðinu breytir að sjálfsögðu engu hvað landrými snertir á því svæði.

Þar að auki er nær allt landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar í eigu Reykjavíkurborgar.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."

Innviðaráðherra virðist hins vegar halda að skoðanir hans séu æðri stjórnarskránni.

Nú á ríkið einungis 52 hektara land undir austur-vestur flugbraut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á því svæði.

Kortavefsjá ríkiseigna

Ríkið getur hins vegar selt þetta 52 hektara land til að fjármagna innanlands- og varaflugvöll fyrir millilandaflugið á öðrum stað.


Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 122% verðbólga hér á Íslandi.

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni [við Hafnarfjörð], sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna, sem fást með sölu á landi ríkisins undir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar.

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

28.11.2019:


Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvöll við Hafnarfjörð

9.8.2022:


"Lóðaverð hef­ur hækkað á síðustu árum og má nú miða við að það væri um 10 millj­ón­ir króna á íbúð í Helga­fellslandi og mun hærra fyr­ir sér­býli."

Krefjast bóta vegna Helgafellslands í Mosfellsbæ

Og Reykjavíkurborg keypti um 112 þúsund fermetra land af ríkinu við Skerjafjörð, sem er hér með grænum lit:



Ríkið fær hlutdeild í sölu lóða fyrir 700 íbúðir á þessu samtals 17,7 hektara svæði, sem er að minnsta kosti sjö milljarða króna virði, miðað við lóðaverð núna í Mosfellsbæ.

Þessar íbúðir verða nálægt stærstu vinnustöðum landsins og mikilvægt er að sem flestir búi sem næst sínum vinnustað.

Landspítalinn er með um sex þúsund starfsmenn, Háskóli Íslands með um sextán þúsund nemendur og kennara og Háskólinn í Reykjavík um fjögur þúsund nemendur og kennara, samtals um 26 þúsund manns.

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna.

Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.

Í Reykjavík einni hefur til að mynda meira en heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi.

Ef ekki ætti að leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna hugsanlegs hraunrennslis hefði og ætti að sjálfsögðu ekki heldur að reisa þúsundir nýrra húsa fyrir hundruð milljarða króna á gömlum hraunum í Hafnarfirði og Garðabæ.

Hefur til að mynda Sjálfstæðisflokkurinn, sem er þar í meirihluta bæjarstjórna, talað um að flokkurinn ætli að hætta því?

15.5.2021:

Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ

Kom Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í veg fyrir að Vegagerðin, sem er í eigu ríkisins, flytti í nýtt stórhýsi í Suðurhrauni í Garðabæ? Og hafa fjármálaráðherra og forsætisráðherra talað gegn því að fleiri hús yrðu reist á gömlum hraunum í Garðabæ og Hafnarfirði?


18.3.2021:

Vegagerðin flytur í maí í Suðurhraun 3 í Garðabæ (á móti Ikea og Costco)

7.12.2021:


Lóðir fyrir um fjögur þúsund íbúðir í boði í Hafnarfirði

Og ætlar ríkisstjórnin að flytja í burtu strax i fyrramálið alla 4.400 íbúa Vestmannaeyjabæjar, sem er við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 49 árum?


Leiðigarðar geta til dæmis beint hraunrennsli út í sjó, eins og Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, hefur bent á.

Og að sjálfsögðu er hægt að reisa varnargarða vegna flugvallar við Hafnarfjörð en ef það væri ekki hægt væri heldur ekki hægt að reisa varnargarða við Vestmannaeyjabæ, Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Garðabæ og Hafnarfjörð.

4.3.2021:

Hægt að verja Suðurnesjalínu gegn hraunrennsli með varnargarði og kælingu

Varnargarðar gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafa verið reistir fyrir milljarða króna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum til að verja þar nokkur íbúðarhús.

Þar að auki getur aska vegna eldgosa verið yfir flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu, rétt eins og yfir Reykjanesskaganum, til dæmis Keflavíkurflugvelli, og einnig flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum.

Töluvert öskufall varð til að mynda um allt land, nema á Vestfjörðum, vegna eldgoss að Fjallabaki þegar hið svokallaða landnámslag myndaðist.

mbl.is 6.10.2021:

"Tóm­as Már [Sig­urðsson for­stjóri HS Orku] seg­ir aðspurður að eld­gosið í Geld­inga­döl­um hafi komið upp á besta stað fyr­ir HS Orku.

Hugs­an­legt sé að þar verði jarðhita­svæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orku­lind í tím­ans rás."

Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum. Og einnig reisa ný íbúðarhús og aðrar byggingar fyrir hundruð milljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum.

En alls ekki megi leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn.

Þorsteinn Briem, 29.8.2022 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband