Krím, útflutningur, sveltandi fólk og roð

Zelensky er brattur og hyggur á landvinninga samkvæmt því sem segir í frétt Ríkisútvarpsins.

2022-08-21 (3)Nú er það Krímskagi sem hugurinn stendur til.

Líklega hægist þá um í Lugansk og Donetsk frá því sem verið hefur síðustu árin, þó er það alls ekki víst.

Við vitum hver stjórnar á bak við tjöldin og þaðan koma kröftugustu vopnin.

Hvort efnavopnasullið verður dregið fram er óljóst. Kannski er það rangt munað að samkomulag hafi verið gert eftir fyrri heimstyrjöldina um að banna slíkan óþverra og þrátt fyrir öll samkomulög og heitstrengingar má segja: að Nazistar hafi notað gas og sitthvað fleira til drepa gyðinga, karla konur og börn í seinni heimsstyrjöldinni. Gasið sem notað var virkaði til þess sem því var ætlað, þó það hafi ekki verið sömu gerðar og það sem notast var við á vígvöllunum í WW1.

Rússar eru búnir að fara fram á að rannsakað verði hvort Úkraínar séu að beita efnavopnum. Hvort því kalli verður svarað er ekki ljóst enn. En hvort skaginn - sem Úkraínumaður gaf Úkraínu í fylliríi, þegar Sovétríkin voru og hétu, og menn þar austur frá töldu í einfeldni og trú að yrði eilíft ríkjasamband - verður nýtt styrjaldarviðfang mun koma í ljós.

Stuðninginn yfir Atlantsála mun alla vega ekki skorta og ætli Ísland, eða a.m.k. Reykjavík, muni ekki flaðra líkt og áður. Jafnvel nefna torg og götur og hús í höfuðið á hinu og þessu á Krímskaga, komi til úkraínskrar innrásar.

2022-08-21 (6) Aðalritari Sameinuðu þjóðanna er á öðrum slóðum og er að hugsa um hvernig hægt sé að koma rússneskum matvælum og áburði á heimsmarkaðinn; hefur áhyggjur af sveltandi fólki og vill að brugðist verði við, því fólki til bjargar.

Samkvæmt frétt í Ríkisútvarpinu er Tyrklandsforseti búinn að lýsa yfir einlægum stuðningi við Úkraínu og því ekki mikils að 2022-08-21 (9)vænta úr þeirri áttinni, varðandi sáttaumleitanir. (Líkt og svo oft gefur Rúv. ekki upp heimildir fyrir fréttum sínum, en heimildin mun vera hér.)

En eins og við munum var Erdogan eins konar sáttasemjari eða ,,liðkari" um að koma á útflutningi á matvælum frá Úkraínu.

Sé fréttin rétt sem gera verður ráð fyrir, verður að líkum ekki hægt að treysta á hið tvöfalda tyrkneska roð, varðandi liðkanir á samskiptum milli deiluaðilanna. Vonandi reynist aðalritarinn betur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband