9. maí 2022

2022-05-09 (6)Rússar minnast sigursins yfir Þýskalandi nazistans í dag og halda uppi minningu þeirra um 27 milljóna sovétborgara sem létu lífið í þeim hildarleik.

Nú eru þeir í öðru stríði til að bjarga héruðunum Donesk og Lughansk undan ófriði ný-nazista.

Mörgum finnst það ganga brösuglega enda streyma hergögn af ýmsu tagi til Úkraínu frá fyrrverandi bandalagsþjóðum Rússlands í heimstyrjöldinni og þar með væntanlega í hendur hinna meintu nazista.

Hvort Hitler og hans hyski hefði skrifað upp á nazistavottorð fyrir þá stjórnlitlu uppivöðsluflokka sem vísað er til, er frekar ólíklegt. Karlinn sá vildi svo sannarlega hafa aga á sínu liði og tók ómjúkum höndum á þeim sem ekki lutu höfði, þegar það átti við og sperrtu fram hönd í blindri tilbeiðslu þegar til þess var ætlast.

Við vonum að sú hugmyndafræði vakni aldrei til lífsins aftur, en munum samt að stundum hefur það gerst eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk að svipaðir hugmyndafræðilegir óskapnaðir hafa skotið rótum: Í Asíu og í Afríku og í Suður Ameríku og Evrópu (Grikkland) og kannski víðar, þó það sé ekki munað á þessu augnabliki.

Við vonum vafalaust flest að stríðinu í Úkraínu ljúki sem allra fyrst og að einhverjar leiðir finnist til að svo verði.

Rússar segjast hafa ráðist inn í landið vegna sífelldra átaka undanfarin tæp átta ár, sem kostað hafi ótal mannslíf og kenna það fyrrnefndum óaldarflokkum sem starfi með þegjandi samþykki og jafnvel stuðningi stjórnvalda í Úkraínu.

Sá sem þetta ritar telur sig hafa fyrir því traustar heimildir að eitthvað sé til í þessum fullyrðingum, en hvort ekki hefði mátt leysa málið með öðrum hætti er annað mál.

Það er stundum sem rússneski björninn er nefndur til sögunnar og við vitum að ekki er heillavænlegt að erta björn í vetrarhýði sínu þar til hann vaknar og ryðst út til að bregst við áreitinu.

Líklega erum við að horfa upp á afleiðingar þeirrar ertingar í því stríði sem nú geysar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ingimundur; æfinlega.

Vel; að orði komizt hjá þjer, sem vænta mátti en, . . . . . .villimannleg árás Rússa á Úkraínumenn í Febrúar og síðan hefur gert að verkum, að jeg, gamalgróinn unnandi Rússneskrar menningar (Tónlistar - Bókmennta og annarrs margs) hefi algjörlega snúið baki við þeim áhuga:: ekki hvað sízt fyrir þær sakir, að Rússneskur almenningur, eða yfirgnæfandi meirihluti hans, skuli sýna þá meðvirkni með brjálæðingnum Vladimír Vladimírovich Putín, sem raun ber vitni.

Hugði Rússa stærri í sniðum; verandi helztu merkisberar arfleiðar Austur- Rómverska ríkisins síðan árið 1453, þá Tyrkir (Ottómanar) lögðu Konstantínópel (Istanbúl: síðan þá) undir sig, sem og eitt höfuðvígja Rétttrúnaðar kirkjunnar (Orthodox - Austur kirkjunnar), og Moskvu Hertogi Vasily II. þáverandi tók upp merki og tákn Austur- Rómverjanna (þó niður fjellu að mestu á Sovjettímanum 1922 - 1991), eins og við munum.

Volodomyr Zelenski; og þeir Úkraínumenn hafa staðið sig með stakri prýði, gagnvart hinum risastóra nágranna í austri og úr norðri (Rússland er jú:: lang- stærsta ríki Evrópu annarrs vegar / sem og Asíu hins vegar) og megi þeim Zelenski vel farnazt í, að kúska og niðurlægja Putin og hans slekti enn frekar, nú um stundir - sem í framvindu allri.

Með beztu kveðjum austur í Flóa; sem endranær, úr Efra- Ölfusi (Hveragerði) / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2022 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband