Fréttir af íslenskum kjötmarkaði

2021-01-21 (2)Í frétt sem Helgi Bjarnason skrifaði í Morgunblaðið (22.1.2021) segir frá því að sala á kjöti sem framleitt er innanlands hafi minnkað um 1500 tonn og að sala á kindakjöti hafi dregist saman um 12,6%.

Samdrátturinn í sölu á kindakjöti var um 1000 tonn og birgðaaukning í þeirri kjöttegund um 800 tonn.

Þá greinir frá því að vinsældir kjöttegundanna eru þannig, að í fyrsta sæti er alifuglakjötið, þá kemur svínakjötið og að lokum kindakjötið í þriðja sæti.

Eins og gera mátti ráð fyrir er það veirufaraldurinn (COVIT-19) og fækkun erlendra ferðamanna sem veldur samdrættinum.

Í fréttinni kemur fram að flutt hafi verið út til Spánar kindakjöt svo nemur hundruðum tonna en nú finnist ekki kaupendur að því kjöti lengur þar suður frá vegna minnkandi ferðamannastraums þar í landi.

Muna má að fyrir nokkrum vikum var greint frá því í fréttum, að ársgamall kindakjötsgámur hafi komið á land í Færeyjum og kjötið verið þar til sölu með nýjum merkimiðum sem settir voru á kjötinu til yngingar. Þannig að nú getum við átt von á, að senn birtist greinar eftir fyrrverandi framsóknarformann um ,,jarmandi" íslenskt kjöt í frystiborðum færeyskra matvöruverslana!

Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landsambands sauðfjárbænda, telur vandann ,,ekki óyfirstíganlegan" varðandi kindakjötið, en nefnir í sömu andrá ,,offramleiðslu" á nautakjöti sem stafi m.a. af innflutningi á þeirri kjöttegund.

Og rifjast þá enn einu sinni upp hvernig á því stendur að flutt er inn nautakjöt, svínakjöt og alifuglakjöt.

Það er vegna þess að núverandi formaður Framsóknarflokksins samdi um að svo skyldi það vera, til að hægt yrði að flytja út offramleiðsluna á kindakjötinu, því sem fyrrnefndur Unnsteinn er talsmaður fyrir. Og til þess að allt gengi það nú vel var komið á laggirnar fyrirbærinu Icelandic Lamb til að annast markaðssetningu ríkisframleiðslunnar innanlands sem utan.

Af því er sopið seyðið nú sem áður og þjóðin borgar.

Myndin með grafinu er úr grein Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband