Viðtal við framkvæmdastjóra F.a. í hádeginu á Rás1

Ágæt umfjöllun var um tollamál landbúnaðarins í þættinum ,,Hádegið" í hádegisútvarpi Rásar 1, næst á eftir veðurlýsingu (18.12.2020) og var fjallað m.a. um tollamál varðandi landbúnaðarvörur og tollafrumvarp landbúnaðarráðherra, það sem nú liggur fyrir Atvinnuveganefnd Alþingis.

Rætt var við Ólaf Þ. Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um málið og skýrði hann þar sjónarmið innflytjenda kjötvara.

Ólafur benti á, að samkvæmt hans mati ætti styrkja landbúnaðinn eftir öðrum leiðum og nefndi í því sambandi eins milljarðs styrk sem ákveðið var fyrir nokkrum dögum að veita til sauðfjárræktar og nautgriparæktar.

(En auk þess eru þær búgreinar styrktar samkvæmt búvörusamningum um marga milljarða fyrir, eins og flestum er kunnugt.)

Milljarðurinn fyrrnefndi er sem sagt COVIT-19 viðbót sem veitt er þessum ,,ríkisreknu" búgreinum vegna samdráttar í sölu.

Samdráttur í sölu vegna COVIT-19 hefur líka komið fram hjá fleiri búgreinum s.s. alifugla og svínabændum og það er því ekki hægt að halda því fram að eingöngu sé um samdrátt að ræða hjá sauðfjár og nautgripabændum.

Ólafur nefndi ekki, að til að þessi innflutningsjafna nálgist fullkomnun, þarf að opna fyrir innflutning á kindakjöti á sambærilegan hátt og er varðandi alifugla og svínakjöt.

Auk þess þyrfti að koma á laggirnar styrkjakerfi fyrir alifugla og svínabúskap sambærilegu því sem fyrir er varðandi sauðfjár og nautgriparækt.

Vilji menn ekki taka upp styrkjakerfi af því tagi verður að tryggja jafnræði, en ekki auka mismunun milli ,,frjálsu“ búgreinanna og hinna ,,ríkisreknu“.

Það jafnræði er ekki fyrir hendi og hefur ekki hingað til verið:

Annarsvegar eru búgreinar sem reknar eru á ,,frjálsum,, markaði og utan þess styrkjakerfis sem við þekkjum langt aftur í tímann. Hins vegar eru búgreinar sem reknar eru, að stórum hluta til, á fjárlögum ríkisins.

Nær hefði verið og frekar hefði maður átt von á, að framkvæmdastjórinn legði til að ríkisrekstur búgreina yrði minnkaður en ekki aukinn.

Það var verið að auka hann með milljarðinum fyrrnefnda, þeim sem Ólafur minntist réttilega á í viðtalinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband