Algjört hrun og eldhúsdagsumræður.

Í gærkvöld bauð Sjónvarpið upp á beina útsendingu frá Alþingi og það voru einkum tvær ræður sem vöktu athygli mína.

2020-10-02 (3)Sú fyrri var ræða Loga Einarssonar og sú síðari ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra.

Fyrr sama dag, hafði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, eftir því sem lesa má í Morgunblaðinu, fjallað um algjört hrun í afkomu ríkisins.

Afkomuhrun sem ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart í því COVIT-19 ástandi sem herjar á íslenska þjóð og reyndar alla heimsbyggðina.

Það sér fram á ,,algjört hrun í  afkomu ríkisins" og því er áhugavert að lesa í ræður formannanna tveggja, þeirra Loga og Sigurðar.

Logi byrjaði í vélfræðisamlíkingum og minnti á að illa smurð og brotin hjól gerðu ekki gott fyrir rekstur véla. Sagði að umsvif hins opinbera og einstaklinga hefðu áhrif á þrótt samfélagsins og að taka þyrfti vel utan um atvinnuleitendur og gera fyrirtækjum mögulegt að ráða fleira fólk til starfa. Þá taldi hann að græn atvinnubylting væri rétta svarið við atvinnuleysinu.

Og þetta mun hafa verið kornið sem fyllti mælinn gagnvart framsóknarformanninum og sem hvorki meira né minna en eyðilagði ræðuna hans!

Eins og allir vita er einkennislitur þess flokks grænn og því er skiljanlegt að formaðurinn sé viðkvæmur fyrir því ef annarra flokka formenn slá um sig með grænu tali!

Það sem situr eftir hjá ritara eru þrjú orð Sigurðar, sem voru þó alltaf sama orðið, þ.e. ,,atvinna", þrítekið aftur og aftur líkt og stef í lagi. 

Samkvæmt Sigurði eru það ferðaþjónusta, landbúnaður og sjávarútvegur, sem hafa verið lífæðarnar og borið hafa uppi íslenskt samfélag.

Það hefur iðnaðurinn sem sagt ekki gert, samkvæmt framsóknarskilningnum, né heldur verslun og þjónusta og ekki heldur allar hinar atvinnugreinarnar ónefndu og kemur ekki á óvart.

Sigurður minnti á að náttúran væri fögur og að við ættum að kaupa íslenskt, það er að segja: lambakjöt og súkkulaði og (ullar?)fatnað!

Okkur bregður ekki við, að fjalla og firnindabúskapur sé efst í huga formanns Framsóknarflokksins og lömbin munu ,,þagna" og ullin verður prjónuð, en við munum ekki nota súkkulaðisósu út á steikina, fjarri því!

Svo langt verður ekki gengið í framsóknarmennsku. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband