Rússar flytja út matvæli

Í tíð Gunnars Braga sem utanríkisráðherra, var tekin sú ákvörðun fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að banna útflutning á matvælum til Rússlands

2020-08-15 (2)Nú er svo komið að Rússar flytja út matvæli og framleiða mun meira af þeim en þeir hafa þörf fyrir. Þeir þekkja vel úr sögu sinni að valt er að treysta á aðrar þjóðir.

Rússafóbía er ekki séríslenskt fyrirbrigði og þegar Ísland fór út í þá smekkleysu, sem fyrr var nefnd, voru ráðamenn íslensku þjóðarinnar að þjóna duttlungum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.

Það voru íslenskir sjómenn og bændur og fyrirtæki þeirra sem sátu uppi með tjónið af ráðslaginu sem fyrirfram var vitað að ekki myndi gera neitt gagn.

Nema tilgangurinn hafi verið að spilla góðu sambandi Íslands og Rússlands. Það þótti til að mynda gott að geta snúið sér til þeirra varðandi sölu á íslenskum framleiðsluvörum, þegar NATO þjóðin Bretland beitti aflsmunum er landhelgin var færð út og kaupa auk iðnaðarvara, olíu af Ráðstjórnarríkjunum og það var gert um langt skeið.

Evrópusambandið og Ísland þar með talið, hættu ekki útflutningi til Rússlands nema á matvörum þegar viðskiptabannið tók gildi.

Einhverjir muna kannski eftir herskipum sem voru í smíðum í Frakklandi þegar bannið var sett á; hvað um þau skip varð, væri gaman að vita, en undirritaður man ekki til að hafa heyrt eða séð neitt um það.

Nú er svo komið að Rússar eru orðnir aflögufærir í framleiðslu matvæla og farnir að flytja þau út og sannast þar, að það er í besta falli kjánaskapur að setja viðskiptabann á þjóð eða þjóðir, á vöruflokkum sem þær eru í færum með að framleiða sjálfar.

Viðskiptabann á þjóðir eins og Rússa og fleiri, sem eru fullfærar um að sjá um sig sjálfar ef að herðir, þjónar engum tilgangi, nema þá að tilgangurinn sé að efla þær og styrkja og gera þá sem að standa að viðundrum.

Hafi það verið markmiðið, þá hefur tekist vel til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mig minnir að ég hafi séð einhversstaðar að Pútín og Macron hafi rætt þetta með skipin og það sé komin hreyfing á þau mál. Macron hefur undanfarin misseri reynt að vinda ofan af and-rússa hneisunni sem þú minnist á.

Góðar stundir.

Guðjón E. Hreinberg, 9.9.2020 kl. 16:25

2 identicon

Merkileg frétt,hef hvergi séð minst á þetta í íslenskum fjölmiðlum,sem kemur reyndar ekki á óvart.Takk fyrir þetta.

Björn. (IP-tala skráð) 19.9.2020 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband