Friðlýsing gegn hagsmunum þjóðarinnar.

2020-05-26 (3)Jón Gunnarson alþingismaður skrifar grein í Morgunblað dagsins (26.05.2020) og fer ofan í vinnubrögð umhverfisráðherrans.

Vinstri grænum virðist finnast sem að góð vinnubrögð séu það sama og að gera mikið, eða öllu heldur, að taka mikið fyrir. Og við vitum af fyrri reynslu úr þeim ranni, að þegar kemur að því að spilla fyrir virkjunarframkvæmdum, þá er skilgreiningin á þeim bæ: að verið sé í pólitík(!).

Við hin teljum, að hvað sem segja má um pólitík, þá þurfi nú líka að búa svo um, að hægt sé með sæmilegu móti að búa þjóðinni lífvænleg búsetuskilyrði í landinu. Jón fer m.a. yfir hvernig ráðherrann túlkar hlutina eftir eigin höfði:

,,Í kynn­ingu ráðuneyt­is um­hverf­is- og auðlinda­mála er vísað til þess að í grein­ar­gerð með frum­varpi til laga um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un, sem varð að lög­um 48/​2011, komi fram leiðsögn um þetta. Er þar vísað til VI. kafla í grein­ar­gerðinni sem ber heitið „Um virkj­un­ar­kosti og af­mörk­un þeirra“. Í kynn­ing­unni er far­in sú leið að grípa upp eina setn­ingu af mörg­um og hún notuð sem grund­völl­ur ákvörðunar um mörk friðlýs­ing­ar. Setn­ing­in er svona: „Virkj­un­ar­svæði í vatns­afli miðast al­mennt við allt vatna­svið fall­vatns­ins ofan þeirr­ar virkj­un­ar sem nýt­ir fallið og far­veg fall­vatns­ins neðan virkj­un­ar.“"

Jón fer síðan yfir umræddan 6. kafla í heild og eins og sjá má, er af ráðuneytisins hálfu látið nægja að notast við fyrstu setninguna, en því sem á eftir kemur sleppt:

,,„Virkj­un­ar­svæði í vatns­afli miðast al­mennt við allt vatna­svið fall­vatns­ins ofan þeirr­ar virkj­un­ar sem nýt­ir fallið og far­veg fall­vatns­ins neðan virkj­un­ar. Sjón­ræn áhrif mann­virkja geta þó náð yfir stærra svæði, t.d. frá há­spennu­lín­um. Svæði með nýt­an­legu falli í fall­vatni nefn­ast virkj­un­arstaðir. Ef fallið er ekki allt á ein­um stað geta verið fleiri en einn virkj­un­arstaður í fall­vatn­inu. Þess­ir staðir eru vel þekkt­ir. Fram­kvæmd virkj­un­ar á hverj­um virkj­un­arstað er nefnd virkj­un­ar­kost­ur. Þar geta ýms­ir kost­ir komið til greina. Við virkj­un á sama falli á ein­hverj­um virkj­un­arstað get­ur stærð virkj­un­ar verið mis­mun­andi eft­ir því hvernig miðlun rennsl­is­ins er háttað. Til miðlun­ar þarf miðlun­ar­lón og í mörg­um til­vik­um er rennsli fall­vatns­ins aukið með veit­um úr ná­læg­um ám. Áhrif virkj­un­ar á um­hverfi eru því kom­in und­ir því hvernig virkj­un­ar­kost­ur­inn er skil­greind­ur. Þau mann­virki sem mestu máli skipta eru einkum stífl­ur og veit­ur, miðlun­ar­lón, aðrennslis­göng og stöðvar­hús, frá­rennsli og lega há­spennu­lína og vega. Stærð virkj­un­ar í MW seg­ir lítið um áhrif henn­ar á um­hverfi. Í vernd­ar- og nýt­ingaráætl­un­inni yrði fjallað um skil­greind­an virkj­un­ar­kost á til­tekn­um virkj­un­arstað og áhrif þeirr­ar virkj­un­ar inn­an virkj­un­ar­svæðis­ins. Þar sem áhrif­in eru kom­in und­ir út­færslu virkj­un­ar­inn­ar verður skil­greind­um virkj­un­ar­kost­um raðað í flokka en ekki virkj­un­ar­svæðum enda þótt fram komi hvernig virkj­un­ar­svæðin eru af­mörkuð. Á sama virkj­un­arstað geta mis­mun­andi virkj­un­ar­kost­ir lent í mis­mun­andi flokk­um eft­ir áhrif­um þeirra. Hins veg­ar kem­ur til álita að vernda heil vatna­svið. Þau yrðu þá sett í vernd­ar­flokk og þar með all­ir hugs­an­leg­ir virkj­un­ar­kost­ir inn­an þeirra. Eins kem­ur til álita að friðlýsa hluta vatna­sviðs eða hluta fall­vatns.“"

Það er sem sagt ,,verið í pólitík"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband