Ormarnir naga

Mörg eru þau í samfélaginu sem hafa orðið fyrir rógburði og níði, en með tilkomu netsins fá ómerkingarnir nýtt tækifæri fyrir óeðli sitt. Á endanum er það samt þannig að rógurinn hittir sterkast fyrir þann sem kom honum af stað; rógurinn er þannig eins og bjúgverpill sem leitar til upphafsins á endanum.

Fyrir mörgum árum kenndi góður maður mér þessa og ég tel að hún eigi nær alltaf við í svona tilfellum. (Ég vona bara að ég fari rétt með.):

Taktu ekki níðróginn nærri þér,

það næsta gömul er saga:

Að lakasti hlekkurinn ekki það er

sem ormarnir helst vilja naga.

Við sem þekkjum Björgvin höfum ekki annað en ama af þessu, tökum vitanlega ekki mark á þvættingnum, en þeir sem orðið hafa fyrir rógburði vita, að ,,sárt bítur soltin lús". Þjóðin hefur að mestu losnað við þá óværu og vonandi tekst henni að losna við sem flesta þessa orma líka.


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin G. Sigurðsson heldur víst að hann geti einfaldlega labbað inn á þing eins og ekkert hafi í skorist og er dauðhneysklaður á að einhver skuli bera út um hann róg á netinu. Ekki það ég sé að mæla því bót að ljótar lygasögur séu bornar út um fólk. Maðurinn er samt ótrúlegur kjáni ef hann heldur að hann verði ekki fyrir aðkasti miðað við það sem á undan er gengið. Björgvin G. er einn af þessum "jólasveinum" á þingi sem þekkir ekki pólitíska ábyrgð og þykist ekkert hafa af sér gert. Hann var jú bara bankamálaráðherra í mesta bankaklúðri sögunnar! Þvert á móti finnst honum hann vera fórnarlamb ef eitthvað er og nú eigum við að vorkenna honum af því hann verður fyrir aðkasti einhverra rógbera á netinu.

Berðu frekar ábyrgð á gjörðum þínum Björgvin og segðu af þér þingmennsku. Láttu þig hverfa úr pólitík. Þá hverfa níðsögurnar um þig alveg örugglega líka!

Helgi (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Helgi. Þessi athugasemd segir það sem segja þarf! Fullyrðingar og skætingur í skjóli nafnleyndar.

Ingimundur Bergmann, 6.9.2009 kl. 17:24

3 identicon

Á Björgvin að segja af sér? Hann sagði af sér en hann var kosinn á þing aftur, er það ekki vísbending? Ég ætla ekki að dæma hans verk í fyrri ríkisstjórn, held að hann hafi ekki vitað það sem hann hefði þurft að vita þá, og tel ég að honum hafi verið haldið fyrir utan ýmislegt en ég veit þó ekkert um það.

Ég er sammála því að menn eigi að koma fram undir nafni, sérstaklega þegar þeir koma með einhverjar fullyrðingar um fólk. Ég veit að ég er ekki hér undir fullu nafni en þetta er þó mitt nafn.

Burkni (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:56

4 identicon

Þess vegna þurfum við ritskoðun og harða netlögreglu.

Þessi nafnleynd hlýtur að vera stórhættuleg. Sérstaklega þegar henni er beitt gegn þingmönnum eða þeim bankamönnum og fyrrum ráðherrum sem komu þjóðinni í gjaldþrot.

Björgvin ætti nú frekar að segja af sér áður en hann fer að ritskoða internetið fyrir sig og sína vini í bankageiranum.

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:07

5 identicon

Þessi hugmynd Björgvins, sem hingað til hefur verið lítið annað en málpípa auðvaldsins, um að gera eigendur spjallsíðna ábyrga fyrir skrifum ónafngreindra einstaklinga er galin og ber vott um  valdabrjálæði þar sem löggjafinn vill vernda sinn eigin hag á kostnað málfrelsis.

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:08

6 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Burkni. Björgvin gerði einmitt það, að segja af sér, fara síðan í opið prófkjör og sigra þar og síðan í kosningum. Það annað sem þú kemur inn á varðandi leynd, hlýtur að a.m.k. jaðra við glæp, ef rétt er.

Viðar Helgi Guðjohnsen. Þú mátt eiga það að þú skrifar undir nafni, en ef þetta dugar þér ekki, þá er það þitt vandamál.  

Ingimundur Bergmann, 6.9.2009 kl. 18:31

7 identicon

Rétt er það að ég skrifa undir nafni en ekki að kostnaðarlausu.

Allt frá því að ég fór að gagnrýna hina gegndarlausu Alþjóðavæðingu, hið óhóflega flæði erlendra farandverkamanna til Íslands á árunum 2005-2008 hefur hús foreldra minna verið grýtt, nafnlausum rógburði dreift í hús nágranna minna, símtöl með leiðinlegum, þó innihaldslausum, hótunum borist mér sem og óteljandi vefumræður með alls kyns nafnlausum rógburði varðandi bæði persónu mína og stjórnmálaskoðunum litið dagsins ljós.

Þrátt fyrir það kemur ekki til greina af minni hálfu að ég styðji aukna ritskoðun í okkar samfélagi sem í raun hefur verið allt of lokað hvað varðar upplýsingaflæði til almennings.

Björgvin ætti annað hvort að hætta þessu væli sínu eða segja af sér þingmennsku ef þetta er of erfitt fyrir hann. Í það minnsta ætti hann ekki að ekki beita sínu til þess að setja heimskuleg lög sem eiga bara eftir að valda meira tjóni en hag.

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:39

8 identicon

Það er augljóst að elítan og stjórn/embættismenn eru að sjóða saman ritskoðunar reglur sem á að demba yfir okkur.

Skoðið bara fréttir yfir siðustu vikur.. kröfur um hertar reglur koma allar frá þeim sem voru í hringadansi hrunsins.

Þeir tala nú um nafnleysingja. .og þið segið já nafnleysingar eru vondir.. þið bítið á agnið og munið taka þátt í að þrýsta á að helsta frelsistóli mannkyns, internetinu verið settar skorður..

Takið eftir að þessar reglur munu eiga við um margt annað en nafnleysi...

Þið sem takið undir svona smákrakkavæl í Bjögga útspilinu eruð að taka undir höft á eigin frelsi, þið eruð að gera ykkur sjálf að peðum þeirra sem komu öllu í rúst... og þið ætlið að leyfa þeim að þagga niður í ykkur

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 19:15

9 identicon

Algerlega sammála síðasta ritara.

Svo má ekki gleyma því að meiðyrði eru bönnuð og fari þau yfir velsæmi þess einstaklings sem telur á sér brotið er ekkert mál að kæra það til lögreglu sem getur á auðveldan máta fundið út hver nafnleysinginn er.

Ný lög eiga bara eftir að valda því að umræðuvefir hverfa og staðlaðir umræðuvefir reknir af þeim sem fjármagnið hafa verða allsráðandi.

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 19:32

10 identicon

Björgvin G. Sigurðsson heldur víst að hann geti einfaldlega labbað inn á þing eins og ekkert hafi í skorist og er dauðhneysklaður á að einhver skuli bera út um hann róg á netinu. Ekki það ég sé að mæla því bót að ljótar lygasögur séu bornar út um fólk. Maðurinn er samt ótrúlegur kjáni ef hann heldur að hann verði ekki fyrir aðkasti miðað við það sem á undan er gengið. Björgvin G. er einn af þessum "jólasveinum" á þingi sem þekkir ekki pólitíska ábyrgð og þykist ekkert hafa af sér gert. Hann var jú bara bankamálaráðherra í mesta bankaklúðri sögunnar! Þvert á móti finnst honum hann vera fórnarlamb ef eitthvað er og nú eigum við að vorkenna honum af því hann verður fyrir aðkasti einhverra rógbera á netinu.

Berðu frekar ábyrgð á gjörðum þínum Björgvin og segðu af þér þingmennsku. Láttu þig hverfa úr pólitík. Þá hverfa níðsögurnar um þig alveg örugglega líka!

Jæja má þá ræða innihald þessa svars, Ingimundur Bergmann, svars sem ég get tekið undir í einu og öllu.  Varð þetta svar innihaldsríkara við fullt nafn og kennitölu?

Þórður Áskell Magnússon kt 181167-3789 (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 22:51

11 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Þórður Áskell Magnússon. Þetta lýst mér á! Koma fram undir nafni og standa við orð sín, en spurningin er hvort þú sért Helgi, eða hvort þú gerir orð hans að þínum? Allavega ef okkur liggur eitthvað á hjarta, þá að koma fram og vega ekki að fólki úr launsátri og leitast við að særa ekki persónur með uppspunnum sögum. Hvað um það, vitanlega er ykkur heimilt að hafa skoðun á mönnum og málefnum, en innihald svarsins tel ég mig hafa tekið fyrir í fyrra svari. Síðan er bara spurningin hvort Björgvin les þetta því þú ávarpar hann.

Ingimundur Bergmann, 7.9.2009 kl. 07:24

12 identicon

Ha nei ég er ekki Helgi, tók bara undir orð hans.  Hér ætla ég mér að birta önnur orð sem líka eru ekki eftir mig:

"Útrás og árangur bankanna.

Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að hasla sér völl á erlendri grundu. Æfintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það. Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslandinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmiskonar.

Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingaræfintýri íslendinga erlendis niður. Þanning eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinna vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum atvinnulífsins til lengri tíma.

Í árlok 2006 má ætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu 52% af tekjum viðskiptabankann erlendis frá og þótt tekjur vátryggingarfélaganna sé ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankana stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi. - Íslensku bankarnir hafa sums staðar sætt nokkurri gagnrýni undanfarið erlendis. Sérstaklega fyrir að vera ekki nógu burðugir og vera háðir skammtímafjármögnun. Um forsendur gagnrýninnar sem sem skapaðist vorið 2006 hefur verið fjallað um rækilega, meðal annar af Frederik Mishkin og Tryggva Þór herbertssyni. Niðurstaðan er sú að gagnrýnin var að verulegu leyti tilhæfulaus. Hinsvegar var ljóst að bankarnir þyrftu að fjármagna sig betur og til lengri tíma og að koma þyrfti betur á framfæri upplýsingum um rekstur þeirra. Samskonar gagnrýni skýtur upp kollinum nú í kjölfar þeirra lauafjárkreppu sem kennd er við undirmálslán. Hún er þó ekki einskorðuð við íslenska banka, þar sem vandinn er alþjóðlegur.

Athygli vekur þó að háværasta gagnrýnin kemur frá samkeppnisaðilum bankanna á erlendum vettvangi. Löngum hafa sérfræðingar Danske bank haft horn í síðu íslensku en fyrir skemmstu bættust finnskir bankamenn í "grátkórinn". - Aðstoðarmenn Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlaga í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði. Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslensku bönkunum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richar Portes, gefur til að mynda ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Gagnrýnin hlýtur því að skoðast í því samhengi að a.m.k tveir íslenskir bankar, Glitnir og Kaupþing, hafa hafið sókn inn á markað fyrir sparifé í Finnlandi, með svipuðum hætti og Landsbakinn hefur áður gert í Englandi. Þessi markaðssókn kemur sér vitanlega ílla fyrir Nordea sem til þessa hefur ekki treyst sér til að bjóða jafn góð kjör og íslensku bankarnir bjóða. Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem þær beinast einning að íslenskum eftirlitsaðilum, sérstaklega Fjármálaráðuneytinu en einnig að hluta Seðlabankanum. Ítarleg greining þessara lykilstofnana gefa ekkert annað til kynna en að bankakerfið sé mjög stöndugt.

Í ofanálag eru innlán finna í íslenskum bönkum tryggð með innistæðutryggingum. Að því leyti sem finnskar reglur veita betri réttindi en íslenskar mundu bankar bæta tjón sparifjáreigenda ef svo ólíklega vildi til að einhverjir bankar kæmust í lausafjárskort. Því er rétt að halda því til haga sem rétt er þegar reynt er að kasta ryrð á fjármálastofnarnir okkar þegar kreppir að.

Til að fara yfir stöðuna og til að efla samvinnu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja um fjárfestingar erlendis, mun Viðskiptaráðuneytið kalla til fundar með Samtökum fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráðs í janúar(2009). Ætlunin er að skapa varanlegan vettvang fyrir skikt samstarf og verður janúarfundurinn fyrsta skrefið í þá átt."

Þessi grein birtist 5. ágúst 2008.  Ég ætla að hafa þessa grein nafnlausa í bili og leyfa þér að geta upp á hver samdi hana.  Vandaðu þig nú því ekki viltu koma óorði á vammlaust fólk.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:18

13 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Liggur í augum uppi, ef þú ert í vandræðum, þá er hægt að notast við Google

Ingimundur Bergmann, 7.9.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband