21.8.2009 | 07:59
Hinn óbærilegi sannleikur
Þeim leið ekki vel fulltrúum hermangs og einkavinavæðingarflokkanna undir ræðu Sigmundar Ernis á þinginu í gærkvöld. Það var ekki von, því þó sannleikurinn sé oft sagna bestur, þá getur hann verið sár og það var hann svo sannarlega í gærkvöld. Þau engdust undir lestrinum og óku sér og að lokum fór svo að þau gerðu sem þau gátu til að yfirgnæfa ræðumanninn með frammíköllum, en allt kom fyrir ekki. Hann hélt sínu striki og þrumaði yfir þeim; hinn nöturlegi sannleikur í málinu helltist yfir þau og þau emjuðu eins og stungnir grísir.
Að ræðunni lokinni gerðu þau sem þau gátu til að veita andsvör og er þar var komið, var líkast til flestum sem á heyrðu nóg boðið; svo aumlegur var málflutningur fulltrúa hruns-smiðanna. Höskuldur taldi ræðuna hafa verið leiðinlega. Það hefur hún vafalaust verið fyrir hann, afar leiðinleg. Honum finnst örugglega að satt megi kjurt liggja og að ekki eigi að vera að lyfta upp teppum til að virða fyrir sér óþverrann sem undir þeim leynist. Það hentar honum ekki og ekki heldur félögum hans. Þeir hafa til langs tíma vanist því að geta gengið fram með yfirgangi og hroka, svo sem mörg dæmi eru um. Við munum það ágætlega hvernig stjórnlyndið og yfirgangurinn var í stjórnartíð þeirra félaga Davíðs og Dóra.
Afturbati Framsóknarflokksins felst í Eygló, Vigdísi, Sigmundi Davíð og Höskuldi. Mætti ég þá heldur biðja um gamla gengið. Endurnýjun sem ekki felur annað í sér en blaður frammíkallandi angurgapa er verri en engin.
Búið að kollvarpa málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ingimar.
Ég held að Ríkistjórnin eigi ekki að taka útrásavíkingana sér til fyrirmyndar heldur að hafa þessa hluti á hreinu en ekki vaða áfram með hluti opna, loðna og leigjanlega og hugsanlega að bæta gráu ofan á svart í okkar skuldum Íslendinga.
Reynum nú að vinna skynsamlega og hætta öllum flumbrugangi í stjórn landsins . Það er hópur fólks sem hefur sett sig inní þessi mál umfram aðra, ég legg til að það verði kannað rækilega hvort þetta verði eins og upp er lagt.
InDefence hópurinn telur afar mikilvægt að að fyrirvarar sem Alþingi setur við ríkisábyrgðina hafi ótvírætt gildi gagnvart þeim. Um það ríki óvissa. InDefence hópurinn hefur borið fyrirvarana undir Dr. Michael Waibel, sérfræðing í alþjóðarétti við Cambridge háskóla. Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
„Nú eru til umfjöllunar á Alþingi fyrirvarar við ríkisábyrgð á Icesave lánasamningunum.
Þar sem bresk lög gilda um Icesave samningana er afar mikilvægt að fyrirvarar sem Alþingi setur við ríkisábyrgðina hafi ótvírætt gildi gagnvart þeim. Um það ríkir óvissa.
InDefence hópurinn hefur borið fyrirvarana undir Dr. Michael Waibel, sérfræðing í alþjóðarétti við Cambridge háskóla. Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga. Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.
Í ljósi þessarar óvissu er nauðsynlegt að Alþingi afli formlegs álits óháðra sérfræðinga í breskum lögum til að fá úr því skorið hvort fyrirvararnir við ríkisábyrgð hafi gildi fyrir breskum dómstólum. Slíkt sérfræðiálit þarf að berast Alþingi áður en frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave samningnum er afgreitt.
Að hundsa þessa grundvallarspurningu gætu reynst afdrifarík afglöp, því um er að ræða óvissu sem getur kostað Íslensku þjóðina hundruð milljarða. InDefence hópurinn skorar á Alþingismenn þjóðarinnar að eyða óvissu um lagalegt gildi fyrirvaranna með því að kalla tafarlaust eftir formlegu áliti óháðra sérfræðinga í breskum lögum," að því er segir í tilkynningu.
Til baka
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.8.2009 kl. 09:08
Góður Ingimundur. Þetta framsóknarhyski á sér enga líka í víðri veröld. Þetta matrósapakk hefur gert af sér nægan skandal í þessu þjóðfélagi nú er komið að því að kratarnir fái að sposla.
Þórbergur Torfason, 22.8.2009 kl. 20:58
Jón. Þessi Icesave umræða er farin að minna á Ameríkanann sem búinn var að tyggja tyggjóið svo saman við sjálfan sig að ekki var hægt að greina lengur á milli hvað var hann sjálfur og hvað var tuggan. Sagan endalausa þar sem sífellt er verið að kalla til nýja ,, sérfræðinga" með pöntuð ,,álit" og að lokum þorir enginn að gera neitt því það er öruggast vegna þess að þá gerist ekki neitt! Í þessu máli er það hins vegar ekki svo og ættu menn að hafa það í huga ekki síst þeir sem kölluðu ósköpin yfir okkur.
Þórbergur. Það sem við þurfum núna er heiðarlega stjórnmálamenn sem jafnframt eru þokkalega raunsæir og víðsýnir og þora að horfa til framtíðar. Hvar finnum við þá?
Ingimundur Bergmann, 23.8.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.