Framsóknarheilkennið

Ekki er ástandið gott ef marka má framsóknarforingjann, ekki nema helmingurinn af hörmunginni sem þeir Sjálfstæðis og Framsóknarflokkar skildu eftir sig kominn fram. Athyglisvert að samt skuli vera bæði hægt og sjálfsagt- að þeirra áliti- að slá striki yfir 20% af öllum skuldum, hvort sem menn eiga fyrir þeim eða ekki!

Meðal annarra orða af hverju 20%, ég fyrir mitt leiti hef miklu meiri áhuga á að sleppa við svona 120% og gæti alveg hugsað mér njóta þess að vera til fyrir þau 20% sem ég fengi þannig greidd frá t.d. framsóknar- útrásar- víkingum, þeir eru nefnilega búnir að fá ýmislegt gefins fyrir tilstuðlan maddömunnar undanfarin ár og væri bara gaman að fá eitthvað af því til baka.

Hvernig fór með:

Búnaðarbankann, Landsbankann, VÍS, Símann og örugglega margt fleira sem ég man ekki eftir í svipinn. Hvað varð um peningana sem voru í Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga, fyrir utan það sem fór til Framsóknarflokksins frá því félagi og Andvöku. Já, það er mörg matarholan til fyrir  Framsóknarflokkinn.

Svo er náttúrulega ástæðulaust að þakka þeim ekki fyrir hve illa þau léku Rarik, rústuðu því fyrirtæki algjörlega og afleiðingin er stórhækkað raforkuverð!

Allt í þágu frjálshyggjunnar og framsóknaralsælunnar í faðmi hennar!!


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Það er von að þú spyrjir af hverju 20%.  Páll Magnússon byrjaði á þessum nótum í grein sem birt var í Fréttablaðinu 13. nóv. ef ég man rétt.  Þá nefndi hann 40%, 20% hefur að íhugu máli virst hljóma meira sannfærandi.  Þú gleymir ábyrgð Framsóknar varðandi skuldir heimila, sem þeir segjast ætla nú að "leiðrétta" með sömu aðferðum og ollu þeim eignarbruna sem nú er að eiga sér stað.l  sjá -  http://mixa.blog.is/blog/mixa/entry/859941/

Már Wolfgang Mixa, 23.4.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ingimundur

Þetta er ekki heiðarlegt af þér að kenna Framsókn um allt það er mikil einföldun Viðskiptaráðherra hafði ekki samband við Seðlabankastjórna í heilt ár þegar skýrslur um slæma stöðu bankana komi í byrjun árs 2008 hlupu Forsætisráðherra Geir og Utanríkisráðherra Ingibjörg til annaralanda til að kveða niður þau rök og kváðu bankana standa traustumfótum gegn betri vitund það eru landráð að fara ljúgandi um lönd fyrir hönd þjóðarinnar.

Það má þá seigja að það átti ekki að tryggja innistæður í bönkunum umfram það sem lög kveða á um ef ykkar rök eru rétt, hvers vegna jú það áttu margir svo margar miljónir inni og skulduðu ekki neitt þeir höfðu ekkert með þessa peninga að gera við áttum ekki að greiða til auðmanna sem ekkert höfðu með peninga að gera .

Hjá Samfylkingunni er það greinilega að það eina sem er tryggt er að þú skalt aldrei losna frá skuldum þínum hvað sem það kostar þær skulu tryggðar í botn. Það er ósagjarnt og stenst ekki jafnræði stjórnarskrárnar. það verður að höfða mál til að fá leiðréttingu á þessu ef þessu verður haldið til streitu.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.4.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Það er mjög íronískt að bóndi sé að krítisera "nýja framsóknarflokkinn"  Það er líka ósanngjarnt að þetta nýja og hæfileikaríka fólk þurfi að gjalda fyrir hluti sem það átti ekki þátt í. 

Þess vegna er þessi færsla mjög ósmekkleg.

Jón Á Grétarsson, 23.4.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Már: Takk fyrir tilskrifið, ég held að ég muni vel eftir ábyrgð Framsóknar. Auglýsing þeirra þar sem unglingurinn var að gera allt vitlaust á heimilinu og engin leið að losna við hann, nema framsókn kæmist að með 90% lánin gleymist seint.

Jón: Ég veit vel um trú þína á Framsóknarflokknum, virði hana, en skil ekki, en takk fyrir.

Jón Á.: Það er engan vegin gefið að bóndi fylgi Framsóknarflokknum og af því að þú talar um íroníu, þá máttu vita að ég meina það sem ég segi. Ef þér finnst færslan ósmekkleg, þá verður bara að hafa það.

Ingimundur Bergmann, 24.4.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband