Sendiherraskortur?

Endurhæfing Framsóknar er greinilega komin á hærra stig en nokkurn hefði getað grunað, að óreyndu. Þegar Davíð yfirgaf utanríkisráðuneytið skildi hann það eftir yfirfullt af sendiherrum, þannig að þeir bíða þar eftir raunverulegum sendiherrastöðum í löngum röðum.

Birki Jóni finnst greinilega ekki nóg að gert og nú vill hann ráða fleiri, væntanlega uppflosnaða framsóknarmenn sem koma þarf í endurvinnslu. Góð hugmynd fyrir framsóknarmenn, kannski, en fyrir þjóðina sem borga mun brúsann eins og venjulega, ef hugdettur þeirra komast til framkvæmda, er hugmyndin ekki mjög góð.

Nú eru tímar, að flestra mati annarra en framsóknarmanna, til að spara og þá koma þau fram með hverja vitleysis hugdettuna á fætur annarri: Skera öll lán niður um 20% og því til viðbótar að fylla Stjórnarráðið af frömmurum sem komnir eru fram yfir síðasta söludag í margvíslegum skilningi.

Tekur þessi Framsóknarvitleysa engan endi?


mbl.is Ekki íhugað að auglýsa embætti sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Getur verið að þú sért að misskilja fyrirspurn Birkis? Hún snýst um hvort ekki sé rétt að setja í lög að auglýsa beri LAUSAR stöður sendiherra og skipa síðan hæfasta umsækjandann í starfið. Í dag eru embætti sendiherra orðin eina undanþágan frá þessari reglu í stjórnsýslunni eftir að lögum um Seðlabankann var breytt.

Það er aveg hárrétt hjá þér að það eru of margir sendiherrar í utanríkisþjónustunni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Davíð Oddsson skipaði sendiherra eins og enginn væri morgundagurinn. Engar auglýsingar, engin þörf, bara pólitískur vilji.

Þessu viljum við framsóknarmenn gjarnan breyta þannig að fjöldi sendiherrastaða sé skilgreindur og þegar síðan slík staða losnar sé hún auglýst eftir almennum reglum stjórnsýslunnar. Það er enginn að tala um að auglýsa núna.

Stefán Bogi Sveinsson, 24.3.2009 kl. 10:31

2 identicon

Heill og sæll; Ingimundur, sem aðrir þeir, hverjir hér skrifa, og síðuna brúka !

Stefán Bogi ! Reyndu ekki; að réttlæta þátttöku ykkar Framsóknarmanna, í þeim viðbjóði og viðurstyggð, sem íslenzkt samfélag er orðið, ásamt krötum - Sjálfstæðismönnum og Kommúnistum (VG).

Hún hafði þó vit á; Lómatjarnarkerlingin (Valgerður Sverrisdóttir), að draga sig til hlés, þó svo; sumir Norðanmanna, og Austan, hefðu eflaust kosið kerlingar fjandann - svona; álíka tryggir spillingunni, og Sjálfstæðismenn og Samfylkingar, víða um land, hverjir kysu steinþegjandi ljósastaur, af flokks hunds tryggð, einni saman, heldur en að skipta yfir, á heillavænlegri brautir, Stefán minn.

Reyndu svo; að fara að þroskast, frá slepjuskapnum, við S- hópinn, sem og aðra stórþjófa, hverjir Framsóknarflokkurinn hefir, enn þann dag í dag, innanborðs.

Ég; sem gamall liðsmaður Kaupfélags Árnesinga, er ekki búinn að gleyma, hversu sjálftökuliðið lék Samband íslenzkra Samvinnufélaga, sem kaupfélögin, í landinu, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Stefán og takk fyrir tilskrifið.

Rétt hjá þér, smá misskilningur kannski, en eftir að hafa hlustað á Birki ræða um Bjargráðasjóð þá a.m. fyrirgef ég sjálfum mér það, en takk fyrir ábendinguna.

Ingimundur Bergmann, 27.3.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband