Af samviskusemi..

Afskaplega ánægjulegt að sjálfstæðisstrákarnir skuli vera farnir að virða stjórnarskrána; öðruvísi mér áður brá, er liðu mörg ár án þess að séð yrði að þeir hefðu neina skoðun á einu eða neinu.

Mændu bara opinmynntir uppí son sólarinnar, leiðtogann hinn eina og sanna og sátu og stóðu eins og hann skipaði.

Kannski að Eyjólfur hressist og að eitthvað fari að gerast í Flokknum stóra, sem af einhverjum ástæðum er reyndar alltaf að minnka.

Legg til að Davíð, Jón Baldvin, Bjarni Harðar, Ómar Ragnarsson og hvað þeir nú heita allir þessir sem telja sig ómissandi fyrir þjóðina stofni flokk og bjóði fram. Agnes Bragadóttir gæti verið formaður, m.a.o. hvað ætli Davíð kalli Moggann framvegis: Kvótamiðil, Greifamiðil, Kvótagreifamiðil?

Björn hjálpar eflaust uppá ef hugmyndaþurrðin verður óbærileg.


mbl.is Þarf að skoða málið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Gleymdu ekki Kristni H Gunnarsyni

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.2.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Takk Jón, ætlaði að hafa hann með!

Ingimundur Bergmann, 28.2.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Mætti bæta Ingibjörgu, Gísla Marteini,Guðjóni Arnari og eflaust einhverjum fleirum 

Guðmundur Óli Scheving, 1.3.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Já, þetta endar bara með því að verða björgulegasti flokkur fyrir notaða, þreytta og ómissandi pólitíkusa! 

Ingimundur Bergmann, 1.3.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband