Fortíðardraugar uppvaktir

Örvæntingin er algjör og ráðin eftir því.

Gott gæti verið að geta spurt Max, eða að hafa einhverja þekkingu á hinum kommúníska kapítalisma sem verið er að búa til í heimsviðskiptunum.

Er ,,hinn frjálsi markaður" með ,,heimsmarkaðsverð" ekki lengur til?

Hvernig virkar ,,verðþak" á olíu eða aðrar vörur á svokölluðum frjálsum markaði og er markaðurinn frjáls, ef ekki má kaupa vöruna, fari verð hennar upp fyrir eitthvert fyrirfram ákveðið hámark?

Má kaupa olíu frá öðrum löndum en Rússlandi á verði sem er fyrir ofan ,,verðþakið"?

Má kaupa rússneska olíu og blanda saman við aðra olíu í einhverjum hlutföllum og sleppa við ,,þakið"?

Er ekki verið að búa til kerfi sem ekki heldur vatni né vindi, því vitanlega eru löndin sem ekki taka þátt í þessum viðskiptaháttum ekki á nokkurn hátt bundin af fyrirbrigðinu?

Í fréttinni kemur fram að bæði Kína og Indland eru ekki með í leiknum!

Gömul en illa lukkuð brögð hafa verið reynd í íslenskum framsóknar-íhalds-kommúnisma á liðnum árum varðandi viðskipti og flest gefist illa.

Fóru hinir erlendu viðskipta-stjórnmála-gúrúar í íslenska bændaskóla til að kynna sér spekina?

Lærðu þau fræðin í gamla Samvinnuskólanum á Bifröst, eða í háskólanum í Moskvu á dögum Sovétríkjanna?

Gera má ráð fyrir að Putin og félagar, glotti aftur að óúrteknum endajaxli við lestur fréttarinnar.

Það er sem allir gamlir púkar gömlu bændasamtakanna íslensku, hafi verið vaktir upp til að búa til úrræði og takast á við vandamál, sem er heimatilbúið barnalegt vesen og til að gera eitthvað úr engu.

Ráðið er að kaupa olíuna á því verði sem býðst og hætta viðskiptaþvingunum sem svífa hvort sem er til baka sem bjúgverpill og lenda á þeim sem sendi hann af stað.


mbl.is Setja verðþak á olíu frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband