8.9.2020 | 17:32
Flutningur stofnana.
Í Morgunblaðinu í dag (8.9.2020) er frétt um að verið sé að loka fangelsinu á Akureyri.
Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Norðlendinga að sú staða sé orðin uppi, hjá þeim í afbrotamálum, að ekki sé lengur þörf fyrir fangelsi í landshlutanum.
Störfin sem þar hafa verið unnin munu væntanlega flytjast á SV- hornið og er það í góðu samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja stofnanir og störf ,,út á land".
Skilgreiningin á ,,út á landi" störf, hefur verið víkkuð út og nú er Suðvesturhornið komið á þann stað líka.
Allt landið sem sagt komið ,,út á land".
Fram til þessa hefur stefnan verið að rústa grónum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu og flytja þær a.m.k. norður og upp (skv. landakortinu) og mun ein slík vera á leiðinni norður á Sauðárkrók.
Annar vinkill á þessu máli er, að líklega er afbrotatíðni á Norðurlandi sé ekki ómaksins verð, ef svo má segja.
Við hljótum öll að gleðjast yfir því!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er einvörðungu utanbæjarmenn sem fremja glæpi á Akureyri. Eðlilegast að þeir séu heima hjá sér í dýflissu.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.9.2020 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.