Fjölmiðlastyrkir

Í Kjarnanum (1. september 2020) birtast upplýsingar um styrki til fjölmiðla. 

Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á ráðstöfun fjármuna almennings til þessara hluta og listinn er um margt fróðlegur.

Á honum eru eftirfarandi samkvæmt því sem sagt er í Kjarnanum: 

,,Árvakur [...] 99,9 millj­ón­ir, Sýn 91,1 milljón og Torg 64,7 millj­ón­ir. [...] Birtingur útgáfu­fé­lag, sem gefur út Mann­líf, fær 24,5 millj­ón­ir, Myllu­set­ur, sem gefur m.a. út Við­skipta­blaðið og Fiski­frétt­ir, fær 20 millj­ón­ir, útgáfu­fé­lag Stund­ar­innar fær tæpar 17,8 millj­ón­ir, N4 fær 13,5 millj­ónir og útgáfu­fé­lag Kjarn­ans fær tæpar 9,3 millj­ónir króna. Bænda­sam­tök Íslands, sem gefa út Bænda­blað­ið, fá einnig tæpa 9,3 millj­ónir [...] Vík­ur­fréttir og Skessu­horn, sem fá vel á átt­undu milljón í stuðn­ing. MD Reykja­vík, sem gefur út tíma­ritið Iceland Revi­ew, fær 5,9 millj­ónir króna og Útvarp Saga fær 5,2 millj­ón­ir. Aðrir miðlar fá minna."

Vitað var þegar ákveðið að feta þessa slóð, að vandratað yrði eftir henni og rétt er að taka fram að undirritaður veit ekki hvaða miðlar það eru sem ,,fá minna".

Það sem vekur athygli er að einn miðill, sem er í hagsmunagæslu fyrir atvinnuveg - landbúnað og að sumum finnst aðallega sauðfjárrækt - fær 9,3 milljónir, þ.e.a.s. Bændasamtökin sem gefa út Bændablaðið fá styrkinn.

Hvort önnur hagsmunagæslusamtök eru undir liðnum ,,fá minna" vitum við ekki, en sá sem ritar þennan pistil telur sig muna að Bændablaðið hafi verið rekið með hagnaði.

Var það hugmyndin þegar farið var í þessa vegferð að hagsmunagæslusamtök yrðu styrkt til útgáfustarfsemi? 

Hafi svo verið erum við áreiðanlega mörg sem höfum misskilið markmiðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband