3.9.2020 | 12:00
,,Kindurnar þola alveg vont veður"
Þessa stundina er hugur margra hjá þeim sem eru að berjast við veðrið fyrir norðan jökla.
Átta ár eru liðin síðan áhlaup gerði á fé sem var á fjalli og meðfylgjandi mynd birtist í umfjöllun sem sjá má á ,,Vísi" og samkvæmt því sem sjá má er ekki víst að allar kindur ,,þoli alveg vont veður" og eflaust fer það eftir því hve vont það er!
Í frétt Ríkisútvarpsins er rætt við bónda sem á fé á hálendinu og eftir honum er haft það sem er fyrirsögnin á þessum pistli.
Fyrir nokkrum árum gerðist það, að hundruð kinda fórust í norðan áhlaupi sem var vonandi enn verra en það sem búist er við núna; grófust í fönn og hröktust undan veðrinu.
Vonandi er það rétt sem bóndinn segir og við fylgjumst með þessum tíðindum vonum það allra hluta vegna. Vonum það kindanna vegna, en líka bændanna sem geta orðið fyrir miklu tjóni ef illa fer.
Það dapurlega við þetta allt saman er að engin þörf er fyrir að beita fénu á hálendið, því nægir hagar eru fyrir það sauðfé sem þjóðin þarfnast til kjötframleiðslu í byggð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.