Nýtt skip Eimskips.

2020-07-12 (3)Í Morgunblaðinu (11.02.2020) er sagt frá því að nýtt skip Eimskips sé við það að koma til landsins á komandi mánudegi.

Við sem höfum verið í farmennsku fögnum því að eðlileg endurnýjun sé á farskipunum og óskum fyrirtækinu og starfsfólki þess til sjós og lands, til hamingju með hið nýja skip.

Það var gott að starfa á skipum Eimskipafélagsins og ég á góðar minningar frá þeim tíma sem ég var þar. 

Ráðherra tilkynnti í ræðu á sjómannadegi fyrir nokkrum árum, að íslensku kaupskipin yrðu senn skráð á Íslandi og undir íslenskan fána. Ekkert hefur gerst í framhaldi þeirrar yfirlýsingar í nokkur ár og ekki er svo að sjá sem neitt muni gerast í málinu

Gaman hefði verið af hin nýju skip gætu verið skráð í heimalandi sínu.

Úr Morgunblaðinu:

,,Detti­foss og syst­ur­skip hans, Brú­ar­foss, verða stærstu gáma­skip í sögu ís­lensks kaup­skipa­flota, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2.150 gáma­ein­ing­ar. Skip­in mæl­ast 26.500 brútt­ót­onn. Gang­hraði verður 20,5 sjó­míl­ur á klukku­stund. Þau eru hönnuð með mjög mikla stjórn­hæfni og með TIER III, 17.000 Kw aðal­vél sem er sér­stak­lega út­bú­in til að minnka los­un köfn­un­ar­efn­isoxíð (NO x ) út í and­rúms­loftið, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á heimasíðu Eim­skips. Skip­in verða mun spar­neytn­ari á flutta gáma­ein­ingu í sam­an­b­urði við eldri skip og eru út­bú­in olíu­hreinsi­búnaði sem minnk­ar enn frek­ar los­un brenni­steins (SO x ) út í and­rúms­loftið.

Þau eru sér­lega út­bú­in fyr­ir sigl­ing­ar á Norður-Atlants­hafi, ísklössuð og upp­fylla Pol­ar Code-regl­ur sem eru nauðsyn­leg­ar til sigl­inga við Græn­land, en þangað munu þau sigla. Gert er ráð fyr­ir að seinna skipið, Brú­ar­foss, verði af­hent Eim­skip í sept­em­ber nk."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband