Stríðið sem aldrei þurfti að verða

Forseti Úkraínu óttast niðurstöðu kosninga.

2022-08-02 (11)Niðurstöður kosninga á landsvæðum sem Rússar hafa náð frá Úkraínu áður, eru ofarlega í huga Zelensky, að því gera má ráð fyrir.

Yfir 90% vildu tilheyra Rússlandi þegar kosið var á Krímskaga og yrði niðurstaðan eitthvað í þá veru á þeim landsvæðum sem Rússar eru búnir að ná núna, yrði það áfall fyrir þá sem með völdin fara í Úkraínu.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að íbúar Krímskaga hafi skipt um skoðun.

Hefðu Úkraínar látið íbúa sjálfstjórnarhéraðanna Luhansk og Donesk í friði hefðu þær hörmungar sem nú ganga yfir Úkraínu nær örugglega ekki gerst.

Og hefðu verið haldnar kosningar á sjálfstjórnarsvæðunum um hvort fólkið vildi tilheyra Rússlandi er nær öruggt að niðurstaðan hefði verið sú sama og á Krím, en hugsanlega samt ekki eins afgerandi.

Meira og, og hefði:

2022-08-02 (6)Hefði fólkið í sjálfstjórnarhéruðunum fengið frið til að lifa sínu lífi með eðlilegum hætti, er svo aldrei að vita hvernig hugur þeirra hafði verið gagnvart Úkraínu.

Allt er þetta liðin tíð sem hægt hefði verið er að takast við afleiðingarnar af, án hernaðarafskipta

Afskipti vesturlenskra afla sem nú kynda undir ófriðinum, eru ekki til að bæta stöðuna.

Þar finnast hins vegar þeir sem græða á ástandinu og í þeirra vasa streyma peningar skattgreiðenda NATO landanna og þar á meðal Íslands.

Forseti Bandaríkjanna hefur verið duglegur við þann peningamokstur og ekki er svo að sjá sem neitt lát verði þar á:

Skattgreiðendur skulu greiða til vopnaframleiðenda til að hægt sé að halda stríðinu gangandi.


Bloggfærslur 8. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband