Gjafmildi á íslenska hagsmuni

,,Vandinn raungerist" er yfirskrift fréttar Helga Bjarnasonar blaðamanns á Morgunblaðinu.

Í fréttinni sem er frá 15. janúar síðastliðnum - sem er um stöðuna sem komin er upp í landbúnaðinum - er fjallað um ýmsar hliðar þess vanda sem blasir við bændum og þar koma ýmsar áhugaverðar upplýsingar fram.

  • Gripir bíða slátrunar heima á búunum vegna uppsöfnunar hjá sláturleyfishöfum.
  • Kvótinn sem auglýstur er fyrir Bretland bætist við það sem kemur frá ESB löndunum

Það er sem sagt þannig á spilunum haldið, samkvæmt því sem fram kemur í fréttinni, að í samningum við erlend ríki, er allt gert er sem unnt er til að grafa undan íslenskum landbúnaði.

Haldið er áfram þeirri iðju sem núverandi formaður Framsóknarflokksins lagði upp með, að semja um tollkvóta fyrir innflutning á landbúnaðarvörum til landsins. Hann gerði það til að liðka til fyrir sölu á offramleiðslu ríkisins á kindakjöti til ESB.

Trúlega er hér það sama á ferðinni, því Bretar hafa verið frekar afkastamiklar kindakjötsætur. 

Framsóknarforinginn gerði það undir því yfirskini að liðka ætti til fyrir útflutningi á kindakjöti. Núverandi ríkisstjórn er á sömu slóðum.

Hafa menn hugsað sér að standa þannig að málum til framtíðar, að ef svo fer að fleiri lönd sem eru innan ESB, taka upp á að ganga úr bandalaginu í bresku fýlukasti, að þá muni í sífellu verða aukinn tollkvótinn, á þann hátt að eftir sitji í ESB kvótinn, sem samið var um í upphafi af framsóknarforingjanum, en við bætist nýr og aukinn kvóti fyrir brottfararlandið?

Sér er nú hver gjafmildin á íslenskum hagsmunum.


Bloggfærslur 18. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband