Ferðalag Höskuldar og Davíðs

Ýmsar kenningar eru á lofti um hvað þeim gangi til framsóknarþingmönnunum Höskuldi og Sigmundi Davíð með Noregsför sinni. Eðlilegast er að halda að þeir félagar hafi einlæga trú á því sem þeir voru (ekki) að gera, þá ályktun má hiklaust draga af frammistöðu þeirra í pólitíkinni undanfarna mánuði.

Trúðsleg framkoma í bland við vænisýki virðist vera það sem þeir telja að fylgjendum Framsóknarflokksins sé þóknanleg. Verið getur að það eigi við í einhverjum tilfellum, en ekki er hægt að reikna með, að hinn almenni flokksmaður hafi annað en ömun af skrípatilburðum félaganna.

Undanfarna daga hafa þeir verið að blaðskellast með að norðmenn séu ólmir að lána Íslandi sem svarar til 2000 milljarða og hafa það eftir einhverjum framsóknarþingmanni þeirra norðmanna. Er á reynir er ekki um neina slíka upphæð að ræða og líkast til hefur norskan eitthvað þvælst fyrir þeim félögum. Líklega hefur sálufélagi þeirra í Noregi verið að tala um einhverja allt aðra upphæð; kannski bara verið tilkippilegur að borga fyrir þá reikninginn á barnum eða bara eitthvað annað sem svarað hefur til svo sem 2000 norskra króna.

Eitt er að hlaupa á sig í einhverjum galskap, en annað er að fara síðan í fram með brigslyrði í garð annarra, þ.e. þeirra sem eru að reyna ð stýra þjóðarskútunni af þeim strandstað sem flokkur þeirra félaga átti svo stóran þátt í að koma henni á og nú er ekki annað í stöðunni fyrir þá félaga en að biðjast afsökunar á framgöngu sinni og ekki síst orðum sem fallið hafa vanhugsuð. Þegar þeir hafa gert það þá verða þeir menn að meiri, en hvort þeir eiga sér framtíð í íslenskum stjórnmálum er svo allt önnur saga. 


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband