6.10.2009 | 11:55
Stefna og stefnuleysi
Það má lesa á Vísi.is að Ögmundi Jónassyni hafi þótt Sigmundur bestur í umræðunum á Alþingi í gærkvöldi og þarf það ekki að koma á óvart. Sagt er að ,,sækist sér um líkir" og víst er það að ef Ögmundur er neikvæðnin uppmáluð í sínum málflutningi, þá er það samt sem áður ekkert annað en argasta bjartsýnisraus sem frá honum kemur miðað við það sem er í boði frá formanni Framsóknarflokksins. Maðurinn sá veit þetta allt saman, rakkar allt niður sem aðrir eru að gera, en fer afar sparlega með ráð, að minnsta kosti góð ráð. Fetar hann þar vafalaust eins vel og hann getur í fótspor Þórs Saari, en þrátt fyrir að Sigmundur geri hvað hann getur, þá getur hann vitanlega ekki komist eins langt á vegi niðurrrifsins.
Annars voru umræðurnar hinar athyglisverðustu og alls ekki eins ómálefnalegar af hálfu allra talsmanna stjórnarandstöðunnar og oft vill verða og reyndar má ef til vill segja að flest hafi þau ekki gengið lengra en búast mátti við og á það líka við þá Sigmund svo ekki sé nú minnst á Þór Saari, frá þeim var ekki von á neinu uppbyggilegu, enginn reiknaði með því og því stóðu þeir undir væntingum, ef svo má segja.
Minnisstæðastar þeim sem þetta ritar eru ræður þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, Katrínar Jakobsdóttur, Svandísar Svavarsdóttur og Árna Páls Árnasonar og þá fyrst og fremst vegna þess hve málefnalegar þær voru. Þar með er ekki sagt að fleiri hafi ekki verið það, en það eru þessi sem sitja helst eftir í kolli skrifara.
Æskilegast væri að niðurrifsöflin, sem vitanlega eru fyrst og fremst í hrunflokkunum, sæju að sér og einfaldlega tækju pokann sinn og yfirgæfu hinn pólitíska vettvang, en kannski er gott að hafa þau á sviðinu, þrátt fyrir allt, þó ekki sé nema til að fólk öðlist skilning á hvers vegna sumar þjóðir hafa gripið til ,,hreinsana" eftir meiri háttar þjóðfélagsumbrot. Vonandi kemur aldrei til slíkra hluta hér á landi, nokkuð langt er um liðið síðan íslendingar hættu, svona almennt séð, að afgreiða málin með slíkum aðferðum. Við höfum hins vegar deilt hart á þá sem það gera, það skulum við gera áfram og muna að lýðræðið er dýrmætt og engan veginn sjálfsagt né sjálfgefið.
Ríkisstjórnin gerir allt öfugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna þarf stuðning þjóðarinnar til að geta framfylgt sínu sjónarmiði réttlætis. Ef við stöndum ekki með henni núna getum við bara tekið afleiðingunum.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2009 kl. 23:08
Heill og sæll; Ingimundur - og þið önnur, hér á síðu !
Ágæta; Anna Sigríður !
Sé það; ''sjónarmið réttlætis'', hjá Jóhönnu Sigurðasrdóttur, að gera EKKI NEITT, í þágu fjölskyldna, sem framlseiðslu fyrirtækja - en hygla banka nótaríusum, og öðrum prelátum frjálshyggju Kapítalismans, verð ég, að frábiðja mér þátttöku, í þeirri vegferð hennar.
Svo mikið; ættu landsmenn, flestir, að hafa lært, af dáðleysi Stjórnarráðs liða. Nákvæmlega; sömu helvítis gufurnar - og fyrirennarar þeirra, Anna mín.
Með ágætum kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 23:31
Óskar. Takk fyrir ábendinguna. Ég held að aðalástæða þess að Jóhanna hefur ekki getað gert meir fyrir heimilin sé gífurlegur áróðurs-þrýstngur svikaranna sem til dæmis hafa völdin í bönkunum, sem svo í raun stjórna landinu bak við tjöldin með harðri og ósvífinni hendi.
Heimilin og fjölskyldurnar eru hornsteinar landsins, en þeir sem stjórna bönkunum hugsa ekki þannig heldur bara hvar þeir geta fundið skjótann gróða.
En auðvitað þarf að opna umræðuna um þetta svo hægt sé að vinna á málefnanlegum nótum. Þetta er mín skoðun. Heldur þú að þetta sé röng ályktun hjá mér?
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2009 kl. 17:04
Anna Sigríður, ég er algjörlega sammála í þessu, en því miður lítur svo út núna að svörtustu afturhaldsöflin séu að rotta sig saman, samanber skrif Morgunblaðsins að undanförnu.
Óskar minn, þú ert svo stóryrtur að um smásál eins og mig fer bara hrollur, en ekki er þar með sagt að ég sé að öllu leiti ósammála þér, aðeins dálítið erfitt að ræða málin á þessum nótum.
Ingimundur Bergmann, 7.10.2009 kl. 18:35
Heil og sæl; bæði tvö, að nýju !
Anna Sigríður !
Nei; ekki alls kostar, röng ályktun, af þinni hálfu, Anna mín, en,...... kratar allra landa, eru Heimsþekktar liðleskjur, þegar taka þarf, af hörku mikilli, á málum.
Því; skulu þau bæði, Jóhanna og Steingrímur gufur teljast, meðan þau láta banka lúðana, ganga sjálfala, um stofnanirnar, sem þeim sýnist.
Ingimundur !
Þakka þér; hógværð, sem lítillæti allt, en,.......... ég bið þig, að taka aftur orð þín, um ''smásálar'' skap þinn, hvar; þú ert sveitar þinnar sómi, og hefir ætíð staðið fyrir þinn skjöld, Vatnsenda búhöldur góður.
Gildir einu; þó ekki séum við alltaf sammála, Ingimundur minn, en stóryrða notkun mín kann að helgast af, að ég er Vestlendingur að hálfu - ekki Sunnlendingur, að öllu. Þar vestra; hafa menn tungutak hnitmiðaðra, en víða gerist, um landsins byggðir, oftlega.
Með beztu kveðjum; sem oftar og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 21:24
Óskar, kærar þakkir fyrir góð orð og vel þegnar útskýringar.
Ingimundur Bergmann, 7.10.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.