Fæddist lítil mús

Þá er meðgöngu Björns Bjarnasonar lokið og eins og við var að búast þá fæddist lítil mús. Hinn lífsreyndi maður hefur lagst í innhverfa íhugun og ekki er annað að sjá en hann hafi komist að því, að ástand efnahagsmála hjá þjóð hans sé bankaleyndinni að kenna. Þessi gamalreyndi stjórnmálamaður hefði betur fundið lausnina er hann var ráðherra, en það gerði hann ekki, þurfti væntanlega ekki á því að halda, því þá voru aðrir tímar og Björn og félagar lifðu í besta heimi allra heima.

En nú er Björn með lausnina á takteinum: afnema bankaleyndina og allt verður gott! Er hægt að hugsa sér meiri pöpulisma, meira fals og ómerkilegri tilraun til að horfast ekki í augu við afleiðingar þeirrar stefnu sem fylgt var á þeim tíma sem einmitt vor kæri Björn var ráðherra. 

Eftir 10 mánaða umhugsun er niðurstaða Björns sú að hrunið og ástandið allt sé öðrum að kenna, ekki honum sjálfum, ekki Sjálfstæðisflokknum og að sjálfsögðu ekki frjálshyggjustefnunni sem hann varð að bráð og auðvitað ekki hinni hundslegu fylgispekt við foringjann sem einkennir Flokkinn og heldur niðri gagnrýnni hugsun innan hans.

Ef þetta er það sem kemur út úr því þegar sjálfstæðismenn fara að hugsa, þá skiptir ekki nokkru máli hvort þeir gera það eða ekki. Líklega best að þeir kúri bara áfram og láti sig dreyma um þann tíma er þeir voru í ríkisstjórn og gátu haft hlutina eftir sínu steinrunna höfði. 


mbl.is Algjör þáttaskil með hruninu segir Björn Bjarnason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband