15.7.2009 | 22:19
Að axla ábyrgð
Það er nú komið í ljós sem marga grunaði að svokallaðir Borgarar á þingi er að mestu stefnulaust og ábyrgðarlaust fólk, fólk sem hefur ekki hugmynd um hvað það felur í sér að axla ábyrgð á þjóðmálum. Leitt er til þess að vita að fjöldi kjósenda kaus þau í þeirri von að það fæli í sér eitthvað nýtt, ferskt og umfram allt heiðarlegt, en nú liggur það fyrir að um villuljós var að ræða.
Æði margt hefur þjóðin þurft að horfa upp á varðandi framkomu nýju þingmannanna, en nú hefur Borgurunum tekist að toppa allt það ómerkilegasta í íslenskri pólitík. Blandað er saman tveimur ólíkum málum í ómerkilegum hrossakaupum, annars vegar uppgjöri á stærsta þjófnaðarmáli sem framið hefur verið með fulltingi íslenskra eftirlitsaðila og hins vegar einu mesta grundvallarmáli sem taka þarf afstöðu til vegna framtíðarhagsmuna íslensku þjóðarinnar.
Vonandi er að málflutningur Bjarna Harðarsonar og fleiri í Kastljósi og fréttum Sjónvarpsins, hafi sannfært þá sem efuðust, um nauðsyn þess að sækja beri um inngöngu í ESB. Það kom greinilega fram í Kastljósinu að Bjarni og félagar hafa enga hugmynd og engar tillögur í handraðanum um hvernig byggja skuli upp íslenskt samfélag að nýju ef þeim verður að þeirri ósk sinni að einangra þjóðina á vettvangi þjóðanna.
Hverjum kom það svo sem á óvart?
Niðurstaða um ESB á hádegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvort ert þú Bóndi no. 1 eða Vélfræðingur no. 1.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:47
Já ég er sammála, þetta er borgarhreyfingunni til skammar. Hvern andskotann eru menn eiginlega að pæla. Og hvað græðir til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn á því að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þegar trekk í trekk hefur komið fram í skoðanakönnunum alveg aftur til ársins 2005 að það er mikill meirihluti þjóðarinnar sem vill fara í aðildarviðræður. Nú þá tefst málið, svíar láta af formennsku, olli rehn verður farinn, þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem íslendingar munu samþykkja að hefja aðildarviðræður. Hver er þá tilgangurinn með þessu rugli öllu annað en pólitískur þráleikur?
Jú menn tala um að þá hafi ríkisstjórnin óskorað vald í aðildarviðræðunum og hafi þannig jafnvel sterkari samningsstöðu, en ef þetta væri tilgangurinn, þá ættu auðvitað allir alþingismenn frekar en þvælast fyrir málinu svona með rugli um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu að samþykkja allir sem einn frumvarp um að hefja aðildarviðræður núna á morgun, þá hefur ríkisstjórnin aldeilis óskorað vald í aðildarviðræðunum. Þetta væri best fyrir þjóðina, en það er löngu orðið ljóst að alþingismönnum er nákvæmlega sama hvað henni er fyrir bestu.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.7.2009 kl. 22:54
Sæll og blessaður Ingimundur. Varstu búinn að lesa landbúnaðarskýrsluna?
Kærar kveðjur til þín og þinna.
Axel Þór Kolbeinsson, 15.7.2009 kl. 23:30
Guðrún: Þú mátt velja.
Jón Gunnar Bjarkan: Þetta með tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu er að mínu viti ekkert annað en rugl og hugsa mætti sér, með sömu röksemdafærslu, að það sé engan vegin nóg því nauðsynlegt sé að hafa þær mun fleiri: Kjósa um hvort skuli kjósa og kjósa svo aftur um það! Ég man ekki betur en það hafi einmitt verið Bjarni Harðarson sem fyrstur benti á að það veikti samningsstöðuna að fara með á bakinu í samningaviðræðurnar eindregin vilja þjóðarinnar að ganga inn í ESB- ið. Við erum greinilega sammála um að þetta sé algjört rugl.
Axel Þór Kolbeinsson: Veit ekki hvaða skýrslu þú ert að meina, en ef þú átt við drögin sem íhaldið var að væna Össur um að hafa falið fyrir þeim, þá er ég ekki búinn að lesa þau. Hitt er annað að það er sama hvað við lesum mikið, niðurstöður af samningaviðræðum við ESB fáum við ekki fyrr en eftir viðræður hafa farið fram. En ég hef gaman af lestri og bestu kveðjur til ykkar feðga.
Ingimundur Bergmann, 16.7.2009 kl. 07:37
Bakgrunnsskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (pdf).
Þú ættir að líta yfir hana þar sem hún snertir þína atvinnugrein.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.7.2009 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.