Framtíðin

 

Ef þingið hefur ekki burði til að afgreiða ESB málið á jákvæðan hátt, svo ekki sé nú talað um ef Icesave samningnum verður hafnað, er framtíðin örugglega ekki björt. VG-ingar eru á móti eins og vanalega, það er þeirra eðli, því getur brugðið til beggja vona. Verði þeim og öðrum einangrunarsinnum að ósk sinni um að búa til úr Íslandi Albaníu norðursins, er líkast til ekki annað í stöðunni en að ganga til fjalla, finna heppilegan helli og skríða inn í hann, reyna síðan að hlaða fyrir opið og leggjast í dvala þar til úr rætist. 

Framtíðarsýn VG og Sjálfstæðisflokksins er nefnilega, að setja þjóðina út í kuldann í samfélagi þjóðanna. Framsókn fylgir með, eða fylgir ekki hver veit, þau eru að finna upp hjólið, sem í höndum þeirra er enn um sinn kantað. Spurning hvort þeim tekst að tálga það til, ekki vantar viljann, hávaðann og lætin, en þegar unnið er að meiriháttar uppfinningum þá þarf víst líka að hugsa og það geta þau. Það vantar bar örlítið á að koma skipulagi á óreiðuna, þá kemur þetta eflaust.

Löngu orðið tímabært að hrinda þessu máli úr höfn og best væri að önnur umræða fari fram á morgun og þingið samþykkti málið. Það er komið miklu meira en nóg af innantómu þrasi og heimóttarskap varðandi afstöðuna til ESB, því þangað þurfum við að komast nema því aðeins að okkur verði settir óaðgengilegir afarkostir, sem engin ástæða er til að reikna með fyrirfram.


mbl.is Önnur umræða um ESB á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Mikið er ég sammála þér Ingimundur.
og ekki má gleyma stjórnarsáttmálanum sem VG skrifuðu undir fyrir
2 mánuðum síðan, en virðast ekkert kannast við í dag.

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband