4.7.2009 | 23:22
Gapi
Maðurinn sem á stærsta þáttinn í að svo illa er komið fyrir íslenskri þjóð hefur blessunarlega opnað sig, en reyndar ekki eins og hægt hefði verið að búast við, að fram hefði stigið maður fullur iðrunar, nei öðru nær. Hrokinn er aldrei fjarri er þessi helsti skapari hrunsins er annars vegar og ekki vantar annað en að Dóri standi honum við hlið.
Þeir leiddu þjóð sína fram á hengiflugið, sköpuðu og plægðu jarðveginn fyrir ævintýranjólana sem hafa komið íslenskum efnahag til helvítis en skammast sín ekki. Öfugt við krakka sem hafa gert eitthvað það sem þau vildu ekki gert hafa og biðjast afsökunar, þá horfast þessar mannvitsbrekkur ekki í augu við sjálfa sig hvað þá aðra enda ekki nein þörf á: því, hnípin þjóð í vanda horfir í lotningu á leiðtoga sinn og fellur fram.
Og eftir höfðinu dansa limirnir: Litlu andarungarnir á þingi segja að sjálfsögðu bra bra samkvæmt pöntun úr Valhöll, þeir bera ekki ábyrgð, sköpuðu bara vandann, en ábyrgð er ekki til í þeirra orðasafni. Upp um þetta lið flaðrar síðan stór hluti þjóðarinnar þannig að ekki er von á góðu, en í leikhúsi fáránleikans fer allt á endanum vel því Davíð borgar (ekki?).
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ertu einn af þessum heilaþvegnu krötum, ekki ætlarðu að gleyma hlut kvennalistans þíns í þessu blessaða bankahruni þar sem Jón Sigurðasson var í forsæti fjármálaeftirlitsins og Bjöggi litli frá skarði var bankamálaráðherra ??
B R (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.