Innantómur málflutningur

Eitthvað annað, eitthvað meira, eitthvað betra, ekki þetta.........

Í þessa veru er málflutningur stjórnarandstöðunnar á þingi, þá sjaldan að hægt er að heyra hvað þau hafa til málanna að leggja, fyrir frammíköllum og gaggi úr þingsal. Fremstir fara vitanlega framsóknarfulltrúarnir, þessir sem alltaf eru að finna upp hjólið en í þeirra höndum verður það bæði köntótt og hnýflótt. Þeir sem settu traust sitt á hinn nýja formann verða sífellt fyrir meiri vonbrigðum eftir því sem tíminn leiðir betur í ljós hve innihaldslítill málflutningur hans er.

Að búast við jákvæðu frá borgurum og sjálfstæðismönnum er álíka og að reikna með sterkri og heilbrigðri íslenskri krónu, góðri stjórn á efnahagsmálum eða almennt góðum og skikkanlegum stjórnsýsluháttum undir stjórn þessara aðila. Svona eins og að hvítt sé svart, heitt sé kalt og svo framvegis.

En þeir sem vilja að allt fari norður og niður geta glaðst yfir að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stækka nú sem púkinn á fjósbitanum samkvæmt skoðanakönnunum. Kannski verða þeir svo stórir og öflugir á endanum að þeir geti tekið að sér að greiða Icesave -óskapnaðinn. Þeir bjuggu hann til og réttast væri vitanlega að þeir greiddu fólkinu sem stolið var af, undir þeirra eftirliti, til baka það sem frá því var tekið.


mbl.is Viljum semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Hvenær hafa allir verið ánægðir með nýgerða kjarasamninga? Nei. oftast er stór hópur sárreiður yfir lélegum árangri og gott ef ekki svikum og undurlægjuhætti samninganefndar sinnar líka!

Þótt til séu einhverjir hollenskir Icesave innistæðueigendur sem sjái aumur á Íslendingum, þá eru hinir til líka þar í landi og á Bretlandi, m.a. á þingum þeirra, sem gagnrýna samninginn harðlega. Þeir mótmæla því m.a. að íslensk stjórnvöld ábyrgist aðeins lágmarksinnistæðu, en ekki allar innistæður eins og á Íslandi. Þar er allt í senn kvartað undan mismunun eftir þjóðerni sparifjáreigenda, því að margir tapi því fé sem sé umfram lágmarks innistæðutryggingu, því að skattgreiðendur í þessum löndum taka líka á sig byrðar vegna viðbótar innistæðutryggingar og síðast en ekki síst að margir aðilar, sveitarfélög og líknarfélög virðast munu tapa öllum sínum innistæðum bótalaust.

Auðvitað vill íslenska þjóðin ekki taka á sig að endurgreiða öllum þeim sem lögðu inn í Landsbankann gegnum Icesave reikningna. Mesta furða að aðeins 60% þjóðarinnar lýsi sig andvíga slíku hátterni, í skoðanakönnun.

Það er ósanngjarnt að þessar byrðar skuli lenda á þeim sem hvorki stofnuðu til þeirra né nutu ágóða af þeim. Þetta er eins og með ábyrgðarmenn sem skrifuðu uppá fyrir vini og vandamenn, nutu hvergi hins fengna lánsfjár, en eru svo rukkaðir þegar lántakinn fer á hausinn.

Í lýðræðisríki er þjóðin ábyrgðarmenn stjórnvalda. Við kusum yfir okkur þau stjórnvöld sem einkavinavæddu bankana og gáfu bankaræningjunum svo lausan tauminn. Og þjóðin endurkaus þá meira að segja líka. Svo hótar hún í skoðanakönnun að kjósa þesa ræningja yfir sig enn og aftur!

Eigum við ekki bara að setja Davíð Oddsson og Valgerði Sverrisdóttur í næstu samninganefnd? Þau myndu örugglega ná góðum samningum út á samúð frá viðsemjendum okkar. Eða Sigmund Davíð Gunnlaugson, hann gefur sko ekkert eftir í samningaviðræðum, svo hann hlýtur að ná besta samningnum.

Nema......

.... bresk og hollenska stjórnvöld segi bara við hann "Éttu það sem úti frýs!"

Enginn samningur um Icesave er pottþétt lausn á því að gera ekki vondan samning um Icesave!

Enginn samningur um Icesave og ekkert gjaldeyrislán frá þessum djöfuls AGS/IMF og ekkert gjaldeyrislán frá öðrum Norðurlöndum nema Færeyjum, ekkert frá Póllandi og ekkert frá Rússlandi. Fyrst við þurfum ekki að borga Icesave, þá þurfum við ekkert á þessum gjaldeyrislánum að halda!

Dööööö???....

Hvað með endurfjármögnun lána Landsvirkjunar? Iss, borgum þau lán ekki. Hvað með endurfjármögnun erlendra lána Íbúðalánasjóðs, sveitarfélaga og ríkisins? Iss, borgum þau ekki heldur. Hvað með þá sem flytja inn nauðsynjavörur frá útlöndum? Iss, þeir geta bara staðgreitt. Hvað með íslensk fyrirtæki sem eru með starfsemi erlendis? Iss, andskotans útrásarvíkingar. Hvað með íslenska námsmenn erlendis? Iss, þeir geta bara sótt um erlent ríkisfang. Hvað með gengi íslensku krónunnar? Iss, piss ....

... í skóinn!

Soffía Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband