5.6.2009 | 18:00
Bull ergelsi og firra
Á þingi og í fjölmiðlum hafa fallið afar þung orð í dag, orð eins og landráð og glæpsamlegt athæfi. Þessi orð, þó stór séu eru við hæfi með tilliti til umræðuefnisins sem þau eru höfð um, en engan vegin í því samhengi sem þau eru sett fram núna.
Víst má færa rök að því að framferði framsóknaríhaldsins er það plægði akurinn fyrir þau ósköp sem yfir okkur dundu og stjórnvöld og þjóðin þarf að horfast í augu við, hafi verið glæpsamlegt. Tæpast er þó hægt að hugsa sér að það hafi verið að yfirlögðu ráði sem flokkarnir tveir grófu þá gröf sem við blasir. Örugglega hefur það ekki verið þannig, en glámskyggnin var mikil, hrokinn líka og stærilætið. Muna menn hvers vegna Þjóðhagsstofnun var lögð niður? Hver stóð fyrir því? Hverjir fylgdu honum eftir í málinu, ein og hundar í bandi, helteknir af Auswitchheilkenninu?
Það eru þau sömu og hafa hæst núna, nota stærstu orðin og vilja að málin séu leyst fyrir þau. Þau vilja ekkert hafa með lausnina að gera, enda lögnust við að búa til vandræði og kunna afar lítið fyrir sér í því að leysa þau. Líkjast ódælum krökkum sem heimta allt af öðrum, en leggja sem minnst fram til málanna sjálf, nema þá bull ergelsi og firru. Þetta er fólkið sem vill ekki samstarf við aðrar þjóðir, vill ekki lán frá AGS, heldur fá lán einhversstaðar annars staðar og er þá farið að flytja keimlíkan málflutning og VG stundaði áður en þau komust í stjórn.
Eitthvað annað, bara eitthvað annað.
Er ekki rétt að bíða eftir að fá upplýst hvað í samningsdrögunum fellst, annað en glefsur og sögusagnir áður en rokið er upp og rótast eins og naut í flagi?
Ef til vill væri ráð að senda Björn Bjarnason til Englands til að semja um málið, ekki er að efa að hann næði góðum árangri og kæmi til baka með samning um að greiða skuldirnar upp á sjö árum án vaxta!!
Stór orð á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Ingimundur, æfinlega !
Oftlegar; hefir þér tekist betur upp, en nú.
Segjum; að við hefðum stofnað til kaupsýslu einhverrar, á útlendri grundu, Ingimundur, og farið hefði á versta veg, í okkar ranni, að hefði þá verið réttlætanlegt, að senda Íslendingum, hér heima fyrir reikninginn, fyrir okkar persónulegu afglöpum ?
Þýðir ekkert; að réttlæta slíkt - með tilvísunum, í einhver smáaleturs paragröff, í einhverjum heimskulegasta millilanda samningi, fyrr og síðar, andskotans EES samningnum, ágæti drengur.
Tek undir; af einurð, lýsingu þína, á glæpaverkum Sjálfstæðis- og Framsóknar flokka, á undanförnum misserum og árum, en,.... endilega, nefndu einnig, hlutdeild þriðja frjálshyggjuflokksins; Samfylkingarinnar, í óhæfu allri, Ingimundur minn, ekki veitir af.
Með; hinum beztu kveðjum - austur yfir fljót /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 18:15
Ég er bit á hegðun kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Verkefni ríkisstjórnar Íslands er alls ekki auðvelt. Hegðun minni hlutans á alþingi hjálpar ekki til - þvert á móti. Minni hlutinn reynir að grafa undan trúverðugleika stjórnarinnar með öllum ráðum og hvers konar upphrópunum. Það er grafalvarlegt mál - og enn alvarlegra á tímum sem nú! Jóhanna eða Steingrímur ráða ekki ein för heldur hafa sér til fulltyngis margt hugsandi fólk og ráðgjafa. Það þarf ekki að efast um að fólk er að reyna að spila sem skynsamlegast úr afar erfiðri stöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn ber allra mesta ábyrgð á.
Skemmtilegur titill á blogginu þínu!!
Eiríkur Sjóberg, 5.6.2009 kl. 23:06
Samstöðu er þörf, samstöðu er þörf, samstöðu er þörf, kannast hlustendur við þennan frasa? Þessi frasi hraut af vörum margra (sjálfstæðis)manna krngum áramótin 2008-9, eða svona pús/mínus einn mánuð. Meira að segja Steingímur á móti mælti þessi fleygu orð.
En síðan virðast þessi orð hafa horfið úr íslenskæu máli, með undarlegum hætti.
Það verður aldrei hægt að ná viðnunandi smaningum um Æseiv, það er aldrei viðunandi að einhver maki krókinn og sendi þjóðinni reikninginn. Hins vegar verðum við að ljúka málinu, takist að ljúka því þannig að þjóðin borgi lítið (eftir sölu eigna bankadruslunnar, dugi þær ekki að fullu) þá er það skömminni skárra en þetta mál þvælist endalaust fyrir okkur. Ég er þess fullviss að Jóhanna er ekki ánægð með þetta fyrir hönd þjóðarinnar, en hún er það skynsöm að sjá að málinu verður að ljúka.
Guðmundur Guðmundsson, 6.6.2009 kl. 09:25
Óskar.Við verðum víst seint sammála um að vera á móti öllu og öllum;(
Eiríkur og Guðmundur. Við erum greinilega á því að einhvernvegin verði að leysa málið, en vitanlega hefði verið best að fá það ekki í arf.
Kv. Til ykkar allra.
Ingimundur Bergmann, 6.6.2009 kl. 11:45
Heilir og sælir; piltar !
Ingimundur - Eiríkur og Guðmundur !
Afsakið; hversu seinn ég er, til andsvara nokkurra, en, ......... andsvara þó, hvar ég er vansvefta, (sem ýmissa fyrri nátta), vil ég ítreka, sem fyrr, sleifarlag og ömurleika Samfylkingarinnar, í að gæta hagsmuna Íslands - sem íslenzkrar Alþýðu, og hugsa, aðeins; sem ætíð, um makræði og þægindi skriffinna stólanna, suður á Brussel völlum, í stað þess, að taka af einurð og festu, á þeim vandkvæðum - sem á S lista vakt þróuðust (2007 -) - sem; ekki S lista vakt (1995 - 2007).
Enginn; frjálshyggju flokkanna, B og D og S lista, verðskulda framar, valda tauma, hér á meðal okkar, og hefði betur mátt fara, í auknum stuðningi, við okkur Guðjón Arnar, í Apríl síðast liðnum, en raunin varð, meðal annars.
Það er; tómt mál, að tala um samstöðu, af nokkru tagi Guðmundur, meðan HRUNS gæðingar frjálshyggjunnar, ganga lausir, og gjörspilltir embættis menn maka sína króka, í ýmsum skúmaskotum stjórnsýslunnar.
Með; sæmilegum kveðjum, að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 03:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.