Gift?

Kálfarnir sem sluppu út úr framsóknarfjósinu í peningavorinu, hérna um árið tínast nú inn einn af öðrum og skríða undir pilsfald ríkisforsjárinnar. Ekki kannski einn á dag, en svona einn af öðrum, poppa þeir upp úr sukkfeninu sem sérstakur ríkissaksóknari er að róta í.

 

Snillingarnir sem kenndu sig við m.a. við Gift, höfðu líklega meiri trú á merkingu orða en innihaldi hugtakanna sem þau ná yfir. Það kemur ekki á óvart; hvað þýðir svo dæmi sé tekið orðið „framsókn”?  Liggur kannski í augum uppi, en hvers vegna í ósköpunum var því skeytt framan við orðið „flokkur”, svo út kom nafnorðið: Framsóknarflokkur.

 

„Flokkur”, yfir fyrirbrigðið, gengur líklega, en þegar búið er að mynda orðið Framsóknarflokkur yfir ósköpin, ja, þá liggur við að manni verði bumbult, því meira öfugmæli er vart hægt að hugsa sér.

 

Lítum nánar á þetta: Framsóknarflokkurinn stendur í huga flestra íslendinga fyrir einhverskonar heimóttarlegt afturhald, ásamt því að þar innan borðs er hópur manna sem hugsar um það eitt að skara eld að sinni köku og sigla undir fölsku flaggi með því að láta líta svo út sem um hugsjónamennsku sé að ræða.

 

Vitanlega er margt gott fólk og heiðarlegt innan flokksins, en það hefur bara ekki fengið að ráða för og eru Guðni Ágústson og Bjarni Harðarson þar gott dæmi um.

 

Núna er að koma upp á yfirborðið margt af því sem flestir vissu en ekki var ýkja mikið rætt um og því er það, að hinir nýkjörnu þingfulltrúar framsóknarflokksins vita eiginlega ekki hvernig þeir eiga að haga sér og hlaupa út og suður líkt og kálfar á vori, hoppandi og skoppandi, stingandi upp á einu í dag og öðru á morgun. Vonandi að, þegar mesti galsinn verður af þeim farinn, þá verði stærstu og verstu kleprarnir úr framsóknarfjósinu af þeim dottnir líka.

 

Spurningin er: Hvað verður þá eftir?


mbl.is Umdeildur kaupréttarsamningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; búhöldur góður - sem vélfræðingur vís !

Jú; fátt er ofmælt þess, hversu þú lýsir flokks fjanda, þeirra Guðna.

En; mig hlakkar til; þá þú upplýsir okkur, um forarvilpu og damm Samfylkingar þeirrar, hver hefir innan borðs : m.a., fordæðuna Jóhönnu Sigurðardóttur (200 þúsund króna kerlingu / hvaðan ?) - Helga systurson minn Hjörvar, ættlerann þann  (900 þúsund króna / hvaðan ?) og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur (2 x 2000.000.- milljóna kerlingu / hvaðan ?) 

Ég hlífi engum; hvorki skyldum, né vandalausum, Ingimundur minn, enda væri ég þá lítt samkvæmur sjálfum mér. Samfylkingin er; að uppistöðu, samansafn froðsnakka og lista- og menntamanna spjátrunga, hverjir ei hafa unnið ærlegt handtak - lungann; af sinni andskotans hýenu æfi, ágæti drengur.

Ætli þú sért ekki; innan þessa brota brots, úr %, hver tekið hafa til hendi, af einurð og þrótti - sem óbjöguðum dugnaði, sem bezt sannast þeim, hver horfir heim til myndarbýlisins Vatnsenda, í Villingaholtshreppi ?

Skil ekki; helvítis dekur þitt - við krata hyskið, Ingimundur minn !

Með; hinum beztu kveðjum, sem ávallt - austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta er rosalegur pistill Óskar. Vesalings maðurinn getur ekki setið undir þvílíkum ákúrum. Hann er ekki kratasækinn hann Ingimundur. Honum þykja góðir "góðir" vindlar og gott viský en, kratar nei nei það er ekki hans efniviður.

Þórbergur Torfason, 26.5.2009 kl. 23:58

3 identicon

Komið þið sælir; ágætu drengir !

Þórbergur Suður sveitungi / hinna Eystri- Skaftfellsku !

O; fremur, er hógværð okkar hægri manna, í orða sennum ýmsum, á kurteis innar nótum fram sett, en til nokkurs vanza Ingimundi, og hans ryckti - aldeilis ei.

Og; gildir mig einu; þókt sá jöfur hefði hneigðir nokkrar, til Kommúnista hreyfingar ykkar VG liða, eða;; að öðru jöfnu, til helvízkra kratanna, hvað þá ''Borgara hreyfingar'' skæklanna, Þórbergur minn.

Að minnsta kosti; eykur luðru háttur ykkar, á vinstri væng, ekki vonir Alþýðu fólks um, að einhverra vitrænna lausna sé að vænta, af ykkar meið - hvorki; í bráð né lengd, og væri ykkar slekti sæmst - að framvísa völdum ykkar, til byltingarnefndar : bænda - sjómanna - verkamanna og iðnaðar manna - allra án Alþingis spéspegla áhrifa, svo farið yrði í, að VINNA, í alvöru, að þeim málum, sem á okkur öllum brenna. 

Fígúrur; sem Atli ykkar Gíslason, líka sem ráðherfan Katrín Jakobsdóttir, svo aðeins séu nefnd, vekja landsmönnum nú engar vonir til, að brettar verði upp ermar, á komandi misserum, af ykkar hálfu, Þórbergur minn.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan - úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband