Töfrasprotinn

Enn eru þeir að framsóknarmennirnir, alltaf tilbúnir og með ráð undir rifi hverju þjóð sinni til bjargar. Þeir vilja færa niður höfuðstól lána um 20%, rétt að hnykkja á því, ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því.

Þeir hafa alltaf verið góðir í sér og hafa lofað afar mörgu á umliðnum árum. Eitt stærsta góðverkið var, er þeir komu því svo fyrir að vel valdir bændur og útgerðarmenn fengu úthlutaðan kvóta til að treysta fjárhag sinn. Það kom að vísu illa við ýmsa aðra sem í greinunum störfuðu, en það var bara gott, því þá gátu þeir snúið sér að einhverju öðru og þekkilegra, er þeir höfðu komið jörðum og bátum sem verðlaus urðu við gjörninginn fyrir.

Gott fyrir ráðlausa, ruglaða og gjaldþrota þjóð að eiga framsóknaríhaldið að, það kemur til hjálpar á ögurstundu og leysir vandann með því að skapa annan meiri.


mbl.is Tillaga um niðurfellingu lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæll Ingimar  þú gleymir síðasta góðverkinu að losa Samfylkinguna úr viðjum Sjálfstæðismanna og koma þessari ríkistjórn á það voru ekki aðrir til þess.

Þá er eðlilegt að þeir flytji tilögur um þau mál sem þeir börðust fyrir í kosningabaráttunni það er sanngjarnt að þeir fylgi eftir sínum stefnumálum svo verður það að koma í ljós hver styður þá í því.

Eins er með stjórnarflokkana þeir vilja fyrna kvótann það er spurning hvort ekki væri hreinlegra að leysa til sín útgerðirnar eignir og skuldir.

Taka upp tillögu Eysteins Jónssonar Framsóknarmanns um Togara útgerð íslands sem hann talaði fyrir á árunum eftir 1960. þar með erum við komin með Alþýðuliðveldið Ísland og gætum gengið í bandalagn með Kúpu og fleirum í Suður Ameríku.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.5.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón.  Þú vitnar í Eystein Jónsson og eins og ég man þann höfðingja þá er þetta ekki raunsönn lýsing á honum, en látum það vera, þú sem góður og gegn framsóknarmaður hlýtur að vita betur í því efni. Hugmynd þín um útgerðina mun líklega gerast af sjálfu sér a.m.k. að einhverju leiti, en ekki er rétt að blanda henni saman við hugmyndir um fyrningu kvótans, sem er hugsuð sem afar mild aðferð til að leiðrétta fyrir þeim þjófnaði sem fram fór við kvótavæðinguna. Víst á Framsóknarfl. þakkir skildar fyrir að ,,losa Samfylkinguna úr viðjum Sjálfstæðismanna", en sorglegt að flokkurinn þinn skuli enn hanga upp um hálsinn á íhaldinu, vonandi lagast það. Bestu kv. til þin.  

Ingimundur Bergmann, 28.5.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband