12.5.2009 | 13:18
Sýndarmennska
Sama dag og þær fréttir berast að 30 ár muni taka að koma efnahagsmálum þjóðarinnar í sæmilegt horf, berast fréttir af sýndarmennsku af grófasta tagi, sýndarmennsku sem sett er á svið til að fullnægja sýniþörf formanns VG. Formaðurinn hældi sér af því í viðtali við Rúv. að tillagan væri frá honum komin og greinilegt var að hann taldi gjörninginn sér til framdráttar.
Halda menn að þjóðin sjái ekki í gegnum athæfi af þessu tagi, heldur ríkisstjórnin að þjóðin sem hún á að þjóna, sé ginkeypt fyrir svona rugli? Það sem við þurfum síst á að halda núna er dekurdella af þessari tegund og er vonandi að Samfylkingin hafi burði til að standa af sér ásókn VG í heimskulega auglýsingamennsku eins og þessa í framtíðinni, ef svo er ekki þá er best að hætta þessu stjórnarsamstarfi strax.
Við sem byggjum þetta land erum ekki svo vitlaus að gera okkur ekki grein fyrir því að Akureyrar- dellan hefur bæði kostað tíma og peninga og ef ríkisstjórnin hefur af visku sinni fundið það út að tími væri nægur fyrir leikaraskap og peningar líka, þá er henni best að snúa sér að öðru en að reyna að stjórna landinu.
Ríkisstjórnarfundur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Ingimundur minn, nú er svo komið að við eigum ríkisstjórn landsbyggðarinnar vinur minn. Nú verður ekkert helvítis malbikssleik næstu 4 árin. Veri þau velkomin að Hala með eins marga ríkisstjórnarfundi og þau lystir. Með glöðu geði skal ég greiða 1% af kostnaði við að koma þeim á staðinn.
Eins og þú hlýtur að sjá kæri vinur ætla þau að sýna að alvara fylgir sáttmálanum sem gerður hefur verið. Þetta verður ríkisstjórnin okkar, okkar á landsbyggðinni. Framtíðin er björt, skínandi björt eins og sólríkur vordagur í Suðursveit.
Næst á dagskrá verður að jarðsetja ESB kjaftæðið og byggja framtíð okkar á afli landsbyggðarinnar. Án hennar mun þetta sker enda undir sjávarmáli að suðvestanverðu.
Kærar kveðjur í þína sveit.
Þórbergur Torfason, 12.5.2009 kl. 23:57
Jamm, Beggi minn, ríkisstjórn landsbyggðarinnar, segir þú, gott að þú trúir. Gættu bara að því að trú þín leiði þig ekki á villigötur, sýndarmennska er einskis virði, það sem skiptir máli er það sem gert er og hvaða gildi eru höfð að leiðarljósi. Gættu líka að því að það er svo auðvelt að vera á móti og að ef við ,,jarðsetjum ESB kjaftæðið", þá er aldrei að vita nema að upp af þeirri gróðursetningu spretti eitthvað lífvænlegt.
Bestu kveðjur í hina fallegu Suðursveit.
Ingimundur Bergmann, 15.5.2009 kl. 23:41
Bíði bara, það veðrður örugglega fundur á Þórhöfn bráðlega...
Guðmundur Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.