N1 (H5?)

Af og til berast fréttir sem eru þess eðlis að þær lýsa upp tilveruna og í einstaka tilfelli vekja mann til umhugsunar um hve gott við íslendingar eigum.

 

Með vinnusemi og einstakri elju hefur helstu hetjum Flokksins tekist að sanna fyrir alþjóð hve snjallir og ómissandi þeir eru. Hæfni þeirra í fyrirtækjarekstri er slík, að sáralitlar líkur eru til að Agnes hin ógurlega fari að agnúast út í þá, enda blóð þeirra blátt og flest annað eins og það á að vera.

 

Einu sinni var til olíufélag, í daglegu tali kallað Esso, en hét raunverulega Olíufélagið hf. og var í eigu hermangsfyrirtækisins Reginn hf., allt loddi þetta við hinn fræga framsóknarsmokkfisk. Rekstur þessa fyrirtækis hafði til margra ára gengið ágætlega og vandamálið var helst það hvernig hagnaði af starfseminni yrði fyrir komið, svo breyttist þetta og upp spratt fyrirbrigðið N1.

 

BNT hf er núverandi eigandi félagsins og búið er að sameina það Bílanausti hf., þannig að hægt er að rekast á N1 vítt og breitt um landið öllum til ánægju og yndisauka. Þarna sameinast helmingaskiptaflokkarnir og hlýtur að vera kátt á hjalla hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna Benidiktssyni, er þeir koma saman í grill og öl á góðri stundu til að gleðjast yfir góðum árangri í rekstri félagsins.

 

Félagið tapaði ellefu hundruð milljónum á síðasta ári og hlýtur það að teljast góður árangur í tapsamfélaginu, einkum ef haft er í huga hve erfitt hefur reynst að tapa á olíusölu. Þetta er vitanlega ekki eins góður árangur og hjá Árvakri, enda ekki saman að jafna, svo miklir reynsluboltar í rekstri sem þar eru annars vegar, bæði innmúraðir og innvígðir og ekki má gera lítið úr þeim Bjarna og félögum, þó þeir hafi ekki náð jafn langt og þar tókst, árangurinn er góður miðað við reynslu og fyrri störf.

 

Það þótti líka ástæða til að verðlauna þá félaga og fékk Bjarni tæpar 5 milljónir og aðrir ýmist meira eða minna. Af tillitssemi við kjósendur var uppgjörinu haldið leyndu fram yfir kosningar, enda alveg ástæðulaust að gera nokkuð til að trufla þær!!

 

Nú er sem sagt búið að birta allt, allt komið upp á yfirborðið, eins og Bjarni hefur svo oft áður tjáð sig um að nauðsynlegt og sjálfsagt sé að gera.

 

Tapið gott og árangursríkt og allir geta unað glaðir við sitt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband