Valkvíði= VG

Valkvíði VG í ESB málinu kemur á óvart. Hingað til hefur það ekki vafist fyrir því ágæta fólki að velja; það er nánast alltaf á móti, en stundum reyndar pínulítið með.

Guð láti gott á vita, vonandi veit þetta á að VG- ingar séu farnir að sjá örlítið til sólar og ef til vill smýgur örlítið umburðarlyndi ásamt smáskammti af víðsýni inn úr skelinni á þeim blessuðum.

Hugmyndin um að kjósa fyrst um hvort eigi að sækja um inngöngu í ESB er vægast sagt afar sérkennileg; til hvers er verið að kjósa fulltrúa á alþingi, ef þeir eru ekki bærir til að taka jafn einfaldar ákvarðanir og hér eru til umræðu.

Framtíðarsýn VG fyrir íslensku þjóðina kom vel fram í viðtali við Ragnar Arndals í Rúv. fyrir kosningar: Framleiða til að borga skuldir þjóðarinnar og hafa krónuna lágt skráða; framleiða er svo sem ágætt, en hugmyndin lýsir vægast sagt ömurlegri sýn á framtíð þjóðarinnar og því verður seint trúað að VG- ingar vilji halda þjóðinni í helsi fátæktar að kúbverskum hætti um ókomna tíð.

Valkvíði er líklega skýringin.


mbl.is Deilt um þjóðaratkvæðagreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband