Útvarp Saga: sannleikurinn og lygin

Ég slysaðist til að hlusta á Arnþrúði Karlsdóttur á spjalli við einhvern mann, sem ég náði ekki að heyra nafnið á í morgun, hann virtist vera leiddur fram á sviðið sem einhverskonar ,,skýrandi".

Þau fjölluðu um styrkveitingar fyrirtækja til stjórnmálaflokka og manna og þekking þeirra á hefðinni hvað þetta varðar var ekki meiri en svo, að svo var að heyra sem þetta væri allt nýtt fyrir þeim og hneyksluðust þau mjög yfir þessu öllu. Þau virtust ekki hafa hugmynd um að svona hefur þetta gengið í áratugi, engum þótt mikið og stjórnendum aflögufærra fyrirtækja hefur þótt sjálfsagt að láta fé af höndum rakna, til stjórnmálaflokka, vitandi að lýðræðið kostar peninga, en af hálfu löggjafans var ekki gert ráð fyrir því. Oft þótti sjálfsagt að sama upphæð væri greidd yfir línuna og skipti þá ekki máli hvort menn voru sammála í stjórnmálum eða ekki. Gott er að nú er þetta breitt og reglur hafa verið settar um þessi málefni. Það er ekki glæpur að stjórnmálaflokkur taki við styrkjum, glæpurinn, ef einhver er, verður fyrst til, ef styrkurinn er launaður á einhvern hátt. Tímabært er að fjölmiðlafólk fari ofan í hvort eitthvað slíkt hefur gerst, en hætti dylgjufréttamennskunni.

Nú, þegar svo margir eru uppteknir af að agnúast út í stjórnmálamenn og flest er gert til að gera þá tortryggilega, þá er rétt að haf í huga að spilling og misbeiting valds er víðar til en hjá þeim, æði margir hafa lent í því að embættismenn, þjónarnir, misbeita aðstöðu sinni og þá hefur komið fyrir að þurft hefur að kalla stjórnmálamann (menn) til sögunnar, að rétta hlut viðkomandi. Það viðhorf að afskrifa alla stjórnmálamenn er í raum aðför að lýðræðinu og rétt að hafa það í huga. Að sama skapi má ekki dæma alla embættismenn eftir svörtum sauðum í þeim hóp.

Söguskýring Arnþrúðar og félaga varðandi atburðina við Rauðavatn fyrir ári var síðan svo yfirþyrmandi ómerkileg afbökun á því sem þar gerðist, að í hugann kom, hvort á Útvarpi Sögu væri sannleikurinn til sölu, eða var það lygin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útvarp saga er með ómerkilegri fyrirbærum íslensks fjölmiðlalífs og það er opinber staðreynd að Arnþrúður er málpípa baugs og leiguliði sem fær greitt fyrir að slá ryki í augun neytenda, og kyssa rassinn á Jóhannesi í Bónus á meðan.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Ekki veit hvern hún kyssir, en vonandi slepp ég

Ingimundur Bergmann, 23.4.2009 kl. 16:53

3 identicon

þetta er mjög svo skrítin útvarpstöð og ég satt að segja fatta ekki hvernig fólk getur tekið nokkuð sem þarna er sagt alvarlega. oft verður mér hugsað um vog og sáá þegar ég hlusta á suma þarna "tjá" sig!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband