5.3.2009 | 23:24
Þangað leitar klárinn.....
Til stendur að halda landsfund og ræða málin, rétta upp hendur á réttri stundu, klappa þegar það á við, því að sögn kunnugra, innvígðra og innmúraðra, þá er umræða og ákvarðanataka á samkomunni hvorki þróuð, né í raun annað en sýndarmennska. Ekki gott ef satt er.
Hvað um það, Flokkurinn, hinn eini og sanni, að áliti þeirra sem vilja halda í óbreytt ástand, er lagstur í innhverfa íhugun og fróðlegt verður að fylgjast með hvað út úr því kemur, en ekki rétt að búast við miklu.
Það er nefnilega þannig, að best er að hafa allt eins og það er, ekki gott að segja hvað breytingar geta haft í för með sér, best að sofa dálítið lengur og vona að það sem við blasir sé bara martröð.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.