Viðskipti og náttúra

Vinstrigræningjar allra íslenskra stjórnmálaflokka og víðar trúa því og treysta, að með jurtaolíusulli í eldsneyti bíla og rafhlöðubílum megi bjarga heiminum, en auk þess telja þeir að náttúran eins og hún er í dag, sé óbreytanleg og því megi alls ekki virkja fallvötn og er þá ekki nærri allt upp talið.

2022-08-22 (2)Staðreyndin er hins vegar sú, að við vitum lítið um náttúruna og hvað getur gerst til að breyta því sem við þekkjum í dag í eitthvað allt annað.

Og þó Úkraína sé nefnd í grein Kjarnans, þá kemur hún þessu máli ekkert við.

Árnar þornuðu ekki upp í Evrópu vegna þess að stríð væri í því landi og kornskortur varð ekki í heiminum eingöngu vegna þess að kornflutningar þaðan urðu torveldir.

Það sannast m.a. af því að aðalritari Sameinuðu Þjóðanna reynir nú hvað hann getur til að koma vitinu fyrir stjórnmálamenn og fá þá til að aflétta viðskiptaþvíngunum á Rússa: til að matvælaframeiðsla þeirra komist á heimsmarkaðinn m.a. til sveltandi þjóða.

Með öðrum orðum, viðskiptaþvinganirnar sem á Rússa voru settar, bitna mest á þeim sem síst skyldi og minnst á ríku þjóðunum sem væla þó mest yfir skorti á gasi o.fl. sem þær vilja ekki borga fyrir að fá.

Auk þess sem menn missa af góðum markaðstækifærum í því víðfeðma landi í nafni góðmennsku sinnar, en það er annað mál!

Myndin er fengin úr grein Kjarnans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband