4.10.2020 | 10:44
Frosið eða ófrosið kjöt.
Margt er hægt að finna sem mælir með því að við neytum innlendrar matvöru og ef til vill er enn ríkari ástæða til að við gerum það á þeim tímum sem við og aðrar þjóðir göngum í gegnum þessa mánuðina vegna COVIT-19.
Kannski ættum við að hugsa almennt um þjóðarhag í innkaupum okkar og minnast þess að ríkissjóður er rekinn með geigvænlegum halla; kaupa enn frekar innlenda vöru og styrkja þar með hvert annað.
Þetta verður víst hver að gera upp við sig sjálfan hvað hann gerir í þessu efni, en alla vega er ekki verra að meta hlutina út frá staðreyndum, í stað fyrirfram ákveðinna skoðana sem illa standast og stangast á við rökhugsun og faglega þekkingu.
Vegna umræðu sem spannst út frá hálfs annarsársgamalli frétt af RÚV (23.05.2019), sem deilt var inn á síðuna ,,Umræður um Landbúnaðarmál á Facebook, eru þessi orð færð í letur og mér þykir rétt að benda á eftirfarandi, sem var reyndar haldið til haga af fagfólki í fyrrnefndri umræðu, en án árangurs að séð yrði:
Flestar bakteríur geymast í frosti og því er engin trygging í því að innflutt frosið kjöt sé bakteríufrítt. Á þetta hefur margoft verið bent, en að því er virðist án sýnilegs árangurs hjá sumum.
Innlent fóður fyrir húsdýr er hitameðhöndlað til að minnka líkur á að það beri með sér bakteríur.
Ekkert af þessu breyttir því að almenna reglan er sú að við eigum að gæta hreinlætis við meðferð matvæla og gæta þess að safi af óelduðu kjöti komist ekki í hrámeti, s.s. grænmeti sem ósoðið, getur líka borið með sér bakteríur og því þarf a.m.k. að þvo það fyrir neyslu.
Eftirfarandi atriði benti fagfólkið á, á fyrrnefndu umræðusvæði, en ég birti ekki nöfnin, enda hef ég enga heimild til þess og geri því orð þeirra að mínum:
,,Þetta er frétt [þ.e.a.s. fréttin sem umræðan spannst út frá] frá 2019 og engar fréttir [hafa] borist af sýkingum með fjölónæmum bakteríum sem tengjast ófrosnu kjöti. Já og það er margbúið að benda á að frysting hefur ekki áhrif á langflestar bakteríur. Þ.e. það er alveg jafn líklegt að fá ónæmar bakteríur til landsins með frystu kjöti.
,,Flestar bakteríur fjölga sér ekki í kæli.
,,Meðhöndla kjötið rétt og fullelda það - allar bakteríur dauðar.
,,Frysting á kjöti er engin vörn gegn fjölónæmum sýklum.
,,Munum svo að mesta hættan fylgir grænmetinu.
,,Sérstaklega það sem er borðað hrátt. [þ.e. grænmeti]
Einn benti á eftirfarandi: slóð inn á síðu Matvælastofnunar, þar sem má lesa m.a. eftirfarandi:
,,Niðurstaður skimunar fyrir STEC benda til að shigatoxin myndandi E.coli sé hluti af náttúrulegri flóru íslenskra nautgripa og sauðfjár. STEC fannst í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.