Stofnun í klóm Framsóknar.

Að ,,landsbyggðarfólk sé sótillt" er ofsagt hjá Vísi.

2020-07-14 (2)Sem betur fer, er ekki allt landsbyggðarfólk framsóknarfólk og flestir sem búa á landsbyggðinni viðurkenna staðreyndir og hafna þeim ekki.

Það er hins vegar svo, að framsóknarmenn eru hlutfallslega flestir á landsbyggðinni og það á sér skýringar. Flokkurinn hefur talið sig berjast fyrir landsbyggðina og telur það verða best gert með því að haldið sé uppi ríkisrekinni sauðfjárrækt til innanlandsneyslu á kindakjöti, en einnig til útflutnings og allt á kostnað skattborgaranna.

Sauðfjárbændur hafa bent á að til séu aðrar leiðir til að halda uppi byggð í landinu og að þeir gætu vel hugsað sér að sinna þeim störfum í stað framleiðslu á kjöti sem engin þörf er fyrir, en það hugnast ekki Framsóknarflokknum og líklega ekki heldur hinum framsóknarflokkunum í núverandi ríkisstjórn.

Að flytja Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks er bæði röklaust og vitlaust og að svo sé liggur svo í augum uppi að allir sjá það vandræðalítið, nema Framsóknarmenn.

Hvað sem þeim finnst og hefur fundist um fólkið á mölinni, þá er það staðreynd að byggingar eru flestar á höfuðborgarsvæðinu og þó þeir eigi erfitt með að viðurkenna það, þá er Reykjavík höfuðborg þjóðarinnar.

Atkvæðaveiðar eru aðall sumra stjórnmálamanna og sérlega góðar ef greiddar eru úr ríkissjóði, en hinir safna framlögum frá stuðningsfólki og láta sér það næga.

Við veljum á milli.

Aðalsteinn Jónsson fyrrverandi formaður Landsambands sauðfjárbænda sendir kveðju í tilefni fréttarinnar:

„Hroki og rangfærslur prýddu þessa frétt svo að þessi fréttamaður væri best komin á togara fjarri tal og netsambandi“.

Við komumst ekki hjá því að hugleiða hvern hug hann ber til togarasjómanna, mannanna sem draga björg í bú og stuðla að því að afla þjóðinni tekna, sem m.a. eru síðan notaðar til þess að halda uppi óarðbærum atvinnurekstir eins og, sá sem svo tjáir sig, var áður í forystu fyrir.

(Myndin er skjáskot af Vísi)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó að ég sé almennt fylgjandi átakinu "LANDSBYGGÐIN LIFI!" og að ríkisstofnanir séu fluttar út á landsbyggðina; eins og Byggðastofnun.

Það er ekki víst að Brunamálastofnun eigi heima á landsbyggðinni.

Eru ekki margfalt fleiri  stór-brunar sem að eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni?

Jón Þórhallsson, 14.7.2020 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband